3.271 m.kr. tap Tryggingamiðstöðvarinnar

9. maí 2008

Helstu niðurstöður 1. ársfjórðungs 2008

  • Tap ársfjórðungsins nam 3.271 m.kr. en hagnaður á sama tíma í fyrra var 886 m.kr.
  • Eigin iðgjöld jukust um 34% en þau voru 3.176 m.kr. samanborið við 2.378 m.kr. á sama tíma í fyrra.
  • Eigin tjón jukust um 41% en þau voru 3.327 m.kr. samanborið við 2.362 m.kr. á sama tíma í fyrra.
  • Samsett hlutfall samstæðunnar var 127% samanborið við 119% á sama tíma í fyrra.
  • Rekstrartap af vátryggingastarfsemi var 318 m.kr. samanborið við 5 m.kr. tap á fyrsta ársfjórðungi 2007.
  • Tap af fjárfestingum nam 2.141 m.kr. á tímabilinu en tekjur af fjárfestingarstarfsemi voru 1.898 m.kr. árið áður.
  • Heildareignir TM voru 75.858 m.kr. þann 31. mars 2008 og hafa því aukist um 7,7% frá áramótum þegar þær voru 70.444 m.kr.

Um uppgjörið

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að áfram verði unnið að því að bæta afkomu af vátryggingastarfsemi TM. Eigin iðgjöld vaxa um þriðjung milli ára sem skýrist af því að iðgjaldatekjur eru að vaxa um 28% á sama tíma og hluti endurtryggjenda er að minnka. Mikill fjöldi tjóna í eignatryggingum og frjálsum ökutækjatryggingum á fyrsta ársfjórðungi stafar af óvenju slæmum vetri. Ánægjulegt er hinsvegar að sjá þann viðsnúning sem hefur orðið í slysatryggingum sjómanna en iðgjaldauppbyggingu í þeirri grein var breytt umtalsvert um síðustu áramót.

Afkoma skipatrygginga hjá Nemi í Noregi var verulega undir væntingum og skýrir stóran hluta af slakri afkomu af vátryggingastarfsemi samstæðunnar á fjórðungnum. Hafa ber þó í huga að þarna eru margar stórar áhættur og getur eitt mál haft veruleg áhrif á afkomu greinarinnar sem var rekin með töluverðum hagnaði í fyrra.

Afkoma félagsins af fjárfestingastarfsemi skýrir mestan hluta neikvæðrar afkomu á fjórðungnum og endurspeglar hún þá þróun sem orðið hefur á hlutabréfamörkuðum síðustu mánuði. Markaðsáhætta félagsins hefur hins vegar verið minnkuð verulega á fjórðungnum bæði með niðurgreiðslu skulda og sölu hlutabréfa.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson forstjóri, í síma 515 2609 .

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Tafla yfir lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (í þúsundum króna)
Tímabil Q1 2008 Q3 2007 Q2 2007 Q1 2007 2007
Eigin iðgjöld 3.175.858 2.769.418 2.741.552 2.653.829 2.377.804
Fjárfestingatekjur (2.140.668) (432.199) 254.741 2.175.946 1.898.421
Hreinar tekjur 1.035.190  2.337.219  2.996.293  4.829.775  4.276.225
Eigin tjónakostnaður   (3.327.027)  (2.598.484)  (2.408.224)  (2.176.231)  (2.361.763)
Annar rekstrarkostnaður  (876.765)  (856.120)  (789.352)  (773.953)  (540.875)
Kostnaður alls  (4.203.792)  (3.454.604)  (3.197.576)  (2.950.184)  (2.902.638)
Rekstrarhagnaður (-tap)  (3.168.602)  (1.117.385)  (201.283)  1.879.591  1.373.587
Fjármagnsgjöld  (359.799)  (428.039)  (428.506)  (272.358)  (324.197)
Virðisrýrnun útlána  (202.859)  14.130  (24.709)  (3.375)  (4.587)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga  4.177  10.346  4.748  5.892  3.922
Hagnaður (tap) fyrir skatta  (3.727.084)  (1.520.948)  (649.750)  1.609.750  1.048.725
Tekjuskattur  455.689  4.023.701  94.335  (68.135)  (162.421)
Hagnaður (tap) tímabilsins  (3.271.395)  2.502.753  (555.415)  1.541.615  886.304
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags  (3.287.718)  2.493.517  (556.483)  1.536.365  882.524
Hlutdeild minnihluta  16.323  9.236  1.069  5.250  3.780
 (3.271.395)  2.502.753  (555.415)  1.541.615  886.304


Helstu kennitölur og upplýsingar:

Tafla yfir helstu kennitölur og upplýsingar
Q1 2008 Q1 2007
Kennitölur úr vátryggingarekstri %  % 
Eigin tjón af eigin iðgjöldum 104,8 99,3
Annar rekstrarkostnaður af eigin iðgjöldum       22,6 19,2
Samsett hlutfall 127,3 118,5
Fjárfestingartekjur af eigin iðgjöldum 17,3 18,3
Hlutföll 3 - 4 110,0 119,4
Aðrar kennitölur
Arðsemi eiginfjár - 16,3
Eiginfjárhlutfall                                                                    31,3 28,8
krónur krónur
Afkoma á hverja krónu nafnverðs hlutafjár -3,02 0,82
Meðalfjöldi útistandandi hluta (þús kr.) 1.081.639 1.081.639


Lykiltölur úr efnahagsreikningi

Tafla yfir lykiltölur úr efnahagsreikningi

Í þúsundum króna 31.3.2008 31.12.2007 Breyting
Eignir samtals 75.857.559 70.443.892 7,7%
Eigið fé hluthafa móðurfélags 23.413.338 25.297.044 -7,4%
Hlutdeild minnihluta 334.958 318.634 5,1%
Skuldir samtals 52.109.263 44.828.214 16,2%


Rekstrarreikningur

Tap tímabilsins nam 3.271 m.kr. en hagnaður var 886 m.kr. á sama tíma í fyrra. Rekstrartap fyrir fjármagnsgjöld og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er 3.169 m.kr. en rekstrarhagnaður var 1.374 m.kr. á 1. ársfjórðungi 2007.   Afkoma á hlut á 1. ársfjórðungi 2008 nam -3,04 krónum samanborið við 0,82 krónur á hlut í hagnað á árinu 2007.

Tekjur

Bókfærð iðgjöld tímabilsins námu 9.844 m.kr. samanborið við 8.675 m.kr. á sama tíma í fyrra og hækka því um 13,5%. Eigin iðgjöld tímabilsins námu 3.176 m.kr. og hækka um 33,6% frá sama tíma í fyrra þegar þau námu 2.378 m.kr.   Tap á fjárfestingum nam 2,141 m.kr. en fjárfestingatekjur voru 1.894 m.kr. á sama tíma í fyrra. 

Gjöld

Bókfærð tjón á 1. ársfjórðungi námu 5.050 m.kr. samanborið við 3.272 m.kr. á 1. ársfjórðungi 2007 og hækka því um 54%.   Rekstrarkostnaður á 1. ársfjórðungi 2008 nam 877 m.kr. samanborið við 541 m.kr. á árinu 2007. 

Fjármagnsliðir

Fjármagnsgjöld námu 360 m.kr. á tímabilinu samanborið við 324 m.kr. á sama tíma í fyrra.

Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir TM þann 31. mars 2008 voru 75.858 m.kr. Í árslok 2007 námu þær 70.444 m.kr. Eignir félagsins hafa því hækkað um 7,7% frá áramótum.  

Eigið fé og skuldir

Eigið fé TM er 23.748 m.kr. og lækkar um 1.867 m.kr. frá áramótum. Um 2.098 m.kr. voru greiddar í arð á tímabilinu.  Skuldir félagsins námu 52.109 m.kr. 31. mars 2008 og hækka þær um 7.281 m.kr. frá áramótum sem skýrist helst af hækkun vátryggingaskuldar og viðskiptaskulda.

Sjóðstreymi

Handbært fé til rekstrar var 1.612 m.kr. á tímabilinu en á sama tíma í fyrra var handbært fé til rekstrar 366 m.kr. Handbært fé lækkaði um 3.745 m.kr. frá áramótum og stendur í 9.226 m.kr. þann 31. mars 2008.

Þróun rekstrar

Hér á eftir má sjá afkomu einstakra starfsþátta og þróun á milli fyrsta ársfjórðungs 2008 og fyrsta ársfjórðungs 2007. Samstæðunni er skipt upp í þrjá rekstrarstarfsþætti: skaðatryggingarekstur, líftryggingarekstur og fjármálarekstur.

Afkoma starfsþátta á fyrsta ársfjórðungi 2008

Tafla yfir afkomu starfsþátta á fyrsta ársfjórðungi 2008 (í þúsundum króna)
Tegund  Skaðatr.rekstur Líftryggingarekstur Fjármálarekstur
Q1 2008 Q1 2007 Q1 2008 Q1 2007 Q1 2008 Q1 2007
Eigin iðgjöld 3.123.863  2.345.364  51.995  32.440
Fjárfestingatekjur  539.706  433.048  11.109  1.640  (2.691.484)  1.463.733
Hreinar tekjur  3.663.569  2.778.412  63.104  34.080  (2.691.484)  1.463.733
Eigin tjónakostnaður 3.317.435) (2.358.454) (9.592) (3.309)
Annar kostnaður  (687.850)  (428.623)  (29.324)  (26.823)  (159.592)  (85.429)
Kostnaður alls  (4.005.285)  (2.787.077)  (38.916)  (30.132)  (159.592)  (85.429)
Rekstrarhagnaður (-tap)  (341.716)  (8.665)  24.188  3.948  (2.851.076)  1.378.304
Fjármagnsgjöld  (359.800)  (324.197)
Virðisrýrnun útlána  (202.859)  (4.587)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga          4.177  3.922
Hagnaður (tap) fyrir skatta  (341.716)  (8.665)  24.188  3.948  (3.409.558)  1.053.442
Tekjuskattur  455.689  (162.421)
Hagnaður (tap) tímabilsins  (3.271.395)  886.304
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags  (3.287.718)  882.524
Hlutdeild minnihluta  16.323  3.780
 (3.271.395)  886.304


Rekstrarhorfur og framtíðarsýn

Á síðasta ári var markvisst unnið að því að bæta afkomu vátryggingarekstrar, sérstaklega hvað varðar slysatryggingar sjómanna. Þær aðgerðir sem gripið var til hafa nú þegar skilað sér á fyrsta ársfjórðungi 2008. Áfram verður unnið að því að bæta afkomu í frjálsum ökutækjatryggingum. Rétt er þó að taka fram að tjónakostnaður er háður miklum sveiflum og getur haft afgerandi áhrif á afkomu vátryggingastarfseminnar.

Endurskoðun

Árshlutareikningurinn er óendurskoðaður. Stjórn og forstjóri TM hafa í dag samþykkt árshlutareikning félagsins fyrir 1. ársfjórðung 2008.