Sex mánaða uppgjör 2008

29. ágú. 2008

130 m.kr. tap á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.271 m.kr. tap á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Helstu niðurstöður janúar til júní 2008

  • Tap TM á öðrum ársfjórðungi 2008 var 130 m.kr. samanborið við 1.542 m.kr. hagnað á sama tímabili 2007.
  • Tap fyrstu sex mánuði ársins var 3.401 m.kr. en hagnaður var á sama tímabili í fyrra 2.428 m.kr.
  • Tap af vátryggingastarfsemi á öðrum ársfjórðungi var 99 m.kr. samanborið við 341 m.kr. hagnað á öðrum ársfjórðungi 2007.
  • Tap af vátryggingastarfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins var 417 m.kr. fyrir skatta samanborið við 337 m.kr. hagnað á sama tímabili 2007.
  • Eigin iðgjöld jukust um 32% og voru þau 6.636 m.kr. á fyrri helmingi ársins samanborið við 5.032 m.kr. á sama tímabili 2007.
  • Eigin tjónakostnaður jókst um 52% og var 6.915 m.kr. á fyrri helmingi ársins samanborið við 4.538 m.kr. á sama tímabili 2007.
  • Fjárfestingatekjur félagsins voru neikvæðar sem nemur 756 m.kr. á fyrri helmingi ársins en voru jákvæðar um 4.074 m.kr. á sama tímabili 2007.
  • Heildareignir TM voru 78.830 m.kr. þann 30. júní 2008 og hafa aukist um 12% frá áramótum þegar þær voru 70.444 m.kr.
  • Eigið fé nam 23.878 m.kr. í lok tímabilsins samanborið við 25.616 m.kr. um áramót
  • Eiginfjárhlutfall var 30,3% þann 30. júní 2008.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.

"Megin verkefni félagsins er að bæta afkomu af vátryggingastarfseminni. Eigin iðgjöld vaxa um þriðjung milli ára en eigin tjónakostnaður hefur á sama tímabili vaxið um helming. Afkoma flestra vátryggingagreina hefur á fyrri hluta ársins verið undir áætlunum. Mikill fjöldi tjóna var í eignatryggingum á fyrsta ársfjórðungi vegna óvenju slæmrar tíðar. Þá hefur afkoma af frjálsum ökutækjatryggingum verið óviðunandi en gripið hefur verið til ráðstafana til að bæta afkomuna meðal annars með markvissara áhættumati og breytingu iðgjalda."

Afkoma sjótrygginga hjá Nemi í Noregi var undir væntingum en tjónakostnaður félagsins var töluvert umfram áætlanir á fyrri hluta ársins. Mikil hækkun hefur einnig orðið á viðgerðarkostnaði.

Afkoma félagsins af fjárfestingastarfsemi skýrist að mestu af slæmri afkomu á fyrsta fjórðungi ársins þegar hlutabréfaeign félagsins lækkaði mikið. Dregið var úr hlutabréfaeign á fyrsta ársfjórðungi og skiluðu þær aðgerðir sér í auknum vaxtatekjum á öðrum ársfjórðungi.

Fjárhagsleg staða félagsins er ákaflega traust og geta þess til að standa við skuldbindingar sínar er langt umfram það sem opinberir aðilar og matsfyrirtæki gera kröfur um.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson forstjóri í síma 515 2609.

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Þessi tafla sýnir lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar í þúsundum króna.
Tímabil 2 F 2008 1 F 2008 4 F 2007 3 F 2007 2 F 2007
Eigin iðgjöld 3.459.705 3.175.858 2.769.418 2.741.552 2.653.829
Fjárfestingatekjur 1.384.184 (2.140.668) (432.199) 254.741 2.170.486
Hreinar tekjur 4.843.889 1.035.190 2.337.219 2.996.293 4.824.315
Eigin tjónakostnaður (3.588.151) (3.327.027)  (2.598.484)  (2.408.224)  (2.176.231)
Annar rekstrarkostnaður  (860.395)  (876.765)  (856.120)  (789.352)  (773.953)
Kostnaður alls  (4.448.546)  (4.203.792)  (3.454.604)  (3.197.576)  (2.950.184)
Rekstrarhagnaður (-tap)  395.343  3.168.602  1.117.385  201.283  (1.874.131)
Fjármagnsgjöld  (425.525)  (359.799)  (428.039)  (428.506)  (272.358)
Virðisrýrnun útlána  (79.183)  (202.859)  14.130  (24.709)  2.085
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfél.  9.782  4.177  10.346  4.748  5.892
Aðrar rekstrartekjur  759.655
Hagnaður (tap) fyrir skatta  660.072  3.727.083  1.520.948  649.750  (1.609.750)
Tekjuskattur  (789.581)  455.689  4.023.701  94.335  (68.135)
Hagnaður (tap) tímabilsins  129.509

 (3.271.394)

 2.502.753  (555.415)  1.541.615
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags  (135.392)  (3.287.718)  2.493.517  (556.483)  1.536.365
Hlutdeild minnihluta  5.883  16.323  9.236  1.069  5.250
 (129.509)  (3.271.395)  2.502.753  (555.415)  1.541.615

 

Helstu kennitölur og upplýsingar:

Tafla með helstu kennitölum og upplýsingum (Tölur eru í prósentum)
Tímabil Kennitölur úr vátryggingarekstri 1/1-30/6 2008 1/1-30/6 2007
1.  Eigin tjón af eigin iðgjöldum ....................................................................... 104,2 90,2
2.  Annar rekstrarkostnaður af eigin iðgjöldum ............................................ 21,6 19,6
3.  Samsett hlutfall .............................................................................................. 125,8 109,8
4. Fjárfestingartekjur af eigin iðgjöldum ........................................................ 19,5 16,5
5.  Hlutföll 3 - 4...................................................................................................... 106,3 93,3
Aðrar kennitölur
6.  Arðsemi eiginfjár............................................................................................ - 21,5
7.  Eiginfjárhlutfall................................................................................................ 30,3 30,3
8.  Afkoma á hverja krónu nafnverðs hlutafjár................................................ -3,14 kr. 2,24 kr.
9.  Meðalfjöldi útistandandi hluta (þús kr.)...................................................... 1.081.639 kr. 1.081.639 kr.

 

Lykiltölur úr efnahagsreikningi

Tafla með helstu lykiltölum. Í þúsundum króna.
Tímabil 30.6.2008 31.12.2007       Breyting
Eignir samtals 78.830.333         70.443.892 11,9%
Eigið fé hluthafa móðurfélags          23.588.917 25.297.044 -6,8%
Hlutdeild minnihluta 288.916 318.634 -9,3%
Skuldir samtals 54.952.500 44.828.214 22,6%


 

Rekstrarreikningur

Tap á öðrum ársfjórðungi nam 130 m.kr. samanborið við 1.542 m.kr. hagnað á sama tímabili 2007. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var 395 m.kr. á öðrum ársfjórðungi en var 1.874 m.kr. á sama tímabili í fyrra.

 

Tap á fyrstu sex mánuðum ársins nam 3.401 m.kr. samanborið við hagnað upp á 2.428 m.kr. á sama tímabili 2007.

 

Tap á hlut á fyrri árshelmingi 2008 nam 3,14 krónum samanborið við hagnað upp á 2,24 krónur á hlut á sama tímabili 2007.

Tekjur

Bókfærð iðgjöld á fyrri árshelmingi námu 16.296 m.kr. samanborið við 13.126 m.kr. á sama tíma í fyrra og hækka því um 24%. Eigin iðgjöld tímabilsins námu 6.636 m.kr. og hækka um 32% frá sama tíma í fyrra þegar þau námu 5.032 m.kr.

Fjárfestingatekjur á fyrri árshelmingi 2008 eru neikvæðar sem nemur 756 m.kr. en voru jákvæðar um 4.074 m.kr. á sama tímabili 2007. Lækkunin skýrist að mestu af gangvirðisbreytingum skráðra hlutabréfa.

Gjöld

Bókfærð tjón á fyrstu sex mánuðum ársins námu 10.512 m.kr. samanborið við 5.882 m.kr. á sama tímabili 2007 og hækka því um 79%. Eigin tjón á tímabilinu námu 6.915 m.kr. samanborið við 4.538 m.kr. árið áður og aukast því um 52%.

 

Rekstrarkostnaður á fyrri árshelmingi 2008 nam 1.737 m.kr. samanborið við 1.320 m.kr. á fyrri árshelmingi 2007.

Fjármagnsliðir

Fjármagnsgjöld námu 785 m.kr. á fyrri árshelmingi 2008 samanborið við 597 m.kr. á sama tíma í fyrra.

Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir TM þann 30. júní 2008 voru 78.830 m.kr. Í árslok 2007 námu þær 70.444 m.kr. Eignir félagsins hafa því aukist um tæp 12% frá áramótum.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé TM er 23.878 m.kr. og lækkar það um 1.738 m.kr. frá áramótum. Um 2.098 m.kr. voru greiddar í arð á tímabilinu.

Skuldir félagsins námu 54.953 m.kr. þann 30. júní 2008 og hækka um 10.124 m.kr. frá áramótum sem skýrist helst af hækkun vátryggingaskuldar.

Afkoma starfsþátta

Meðfylgjandi er afkoma einstakra starfsþátta og þróun fyrir tímabilið janúar til júní 2008 samanborið við sama tímabil 2007. Samstæðunni er skipt upp í þrjá rekstrarstarfsþætti: skaðatryggingarekstur, líftryggingarekstur og fjármálarekstur.

 

Afkoma starfsþátta á fyrri árshelmingi 2008

Tafla yfir afkomu starfsþátta í þúsundum króna.
Tegund Skaðatryggingarekstur Líftryggingarekstur Fjármálarekstur Samstæða
Tímabil 1/1-30/6 2008 2007 2008 2007

2008

2007 2008 2007
Eigin iðgjöld  6.538.528  4.966.093  97.035  65.539  6.635.563  5.031.632
Fjárfestingatekjur  1.286.145  824.304  10.054  4.089  (2.052.684)  3.245.975  (756.485)  4.074.368
Hreinar tekjur  7.824.672  5.790.397  107.089  69.628  (2.052.684)  3.245.975  5.879.078  9.106.000
Eigin tjónakostnaður   (6.875.811)  (4.532.349)  (39.367)  (5.646)  (6.915.178)  (4.537.995)
Annar kostnaður  (1.375.837)  (930.489)  (57.438)  (55.008)  (303.885)  (334.792)  (1.737.159)  (1.320.289)
Kostnaður alls  (8.251.648)  (5.462.838)  (96.804)  (60.654)  (303.885)  (334.792)  (8.652.337)  (5.858.284)
Rekstrarhagnaður -tap  (426.976)  327.559  10.285  8.974  (2.356.568)  2.911.183  2.773.260  3.247.716
Fjármagnsgjöld  (785.325)  (596.555)  (785.325)  (596.555)
Virðisrýrnun útlána  (282.042)  (2.502)  (282.042)  (2.502)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga          13.959  9.814  13.959  9.814
Hagnaður (tap) fyrir skatta  (426.976)  327.559  10.285  8.974  (2.650.321)  2.321.940  (3.067.012)  2.658.473
Tekjuskattur  (333.892)  (230.556)
Hagnaður (tap) tímabilsins  (3.400.904)  2.427.918
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags  (3.423.110)  2.418.888
Hlutdeild minnihluta  22.206  9.030
 (3.400.904)  2.427.918

 

Rekstrarhorfur og framtíðarsýn


Á síðasta ári var markvisst unnið að því að bæta afkomu vátryggingarekstrar, sérstaklega hvað varðar slysatryggingar sjómanna. Þær aðgerðir sem gripið var til hafa nú þegar skilað sér á fyrri helmingi 2008 auk þess sem gripið hefur verið til ráðstafana til að bæta afkomu í frjálsum ökutækjatryggingum. Unnið verður áfram að því markvisst að bæta afkomu í öðrum vátryggingagreinum. Rétt er þó að taka fram að tjónakostnaður er háður miklum sveiflum og getur haft afgerandi áhrif á afkomu vátryggingastarfseminnar.


Endurskoðun


Árshlutauppgjörið (pdf skjal, 54 kb, Táknmynd fyrir skjal sem er ekki að fullu aðgengilegt í skjálesara ) hefur verið kannað af endurskoðendum félagsins, KPMG.

 

Fréttatilkynningin á pdf sniðmáti (49 kb).