Pæjumót TM í Eyjum 2010 - skoðið myndirnar

14. jún. 2010

Pæjumóti TM í Vestmannaeyjum lauk nú um helgina eða þann 12. júní. Þótti mótið ganga afar vel í alla staði. Þátttaka á mótinu hefur aldrei verið betri og sýna myndirnar að mikil stemmning var á mótinu. Auk fótbolta var ýmislegt skemmtilegt í gangi eins og grillveisla og diskósund. Pæjurnar skemmtu sér því mjög vel.

Smellið á myndirnar að neðan til að skoða myndalbúmin frá mótinu.

Pæjumót TM 2010 í Eyjum - Liðin Pæjumót TM 2010 í Eyjum - Verðlaunaafhending Pæjumót TM 2010 í Eyjum - Mótið
Myndir af hverju liði Myndir frá verðlaunaafhendingu Myndir frá mótinu og hæfileikakeppninni

Við hjá TM þökkum öllum sem komu að mótinu og óskum þátttakendum til hamingju með frábæran árangur á mótinu!