Pæjumót TM á Siglufirði 2012 – skoðið myndirnar

29. ágú. 2012

Pæjumót TM á Siglufirði var haldið dagana 10.-12. ágúst.  Mótið er eitt það stærsta í stúlknafótboltanum en hátt í 600 stúlkur mættu til Siglufjarðar ásamt foreldrum og öðru stuðningsfólki.  Allar pæjur fengu gjafir frá TM sem nýttust vel yfir mótið ásamt þátttökupening til minningar um mótið auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki.

Sú nýbreytni var tekin upp nú að auk háttvísiverðlauna KSÍ sem veitt voru háttvísasta liðinu innan vallar þá veitti TM því stuðningsmannaliði sem sýndi mesta háttvísi á mótinu sérstök verðlaun og þau verðlaun hlutu foreldrar og stuðningsfólk liðs Einherja frá Vopnafirði.   Þannig vill TM hvetja til þess að stuðningsmenn liðanna séu stelpunum góð fyrirmynd þegar kemur að leiknum.

Við hjá TM þökkum öllum sem komu að mótinu og óskum þátttakendum til hamingju með frábæran árangur á mótinu!

Smellið á myndirnar að neðan til að skoða myndirnar frá mótinu sem Jóhann Jóhannsson ljósmyndari tók.


Pæjumót TM 2011 á Sigló - Liðin
Pæjumót TM 2011 á Sigló - Mótið

Myndir af hverju liði
Myndir frá mótinu