Myndir frá Pæjumótinu í Eyjum

21. jún. 2013

Nú eru komnar inn myndir frá Pæjumótinu í Eyjum en mótinu lauk laugardaginn 15. júní. Mótið gekk mjög vel að sögn mótshaldara en um tæplega 1000 stelpur mættu í ár.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Pæjumótinu og úr myndakeppninni. Einnig er hægt að finna myndirnar á facebooksíðu TM.

Myndakeppni Pæjumótsins sló í gegn í Eyjum. Stelpurnar tóku frábærar liðsmyndir og voru þær allar mjög ólíkar og skemmtilegar. Stelpurnar sem taka þátt í Pæjumótinu á Siglufirði geta líka tekið þátt í myndakeppninni en nánari upplýsingar er að finna á tm.is/paejumot

Við þökkum öllum sem tóku þátt á mótinu kærlega fyrir þátttökuna!

Myndir af liðunum