Pæjumóti TM í Kórnum lokið - Myndir

18. feb. 2014

Pæjumót TM í Kórnum Kópavogi var haldið laugardaginn síðasta 15. febrúar fyrir stúlkur í 5., 6. og 7. flokki í knattspyrnu. Þetta er í fyrsta skipti sem Pæjumót TM er haldið að vetri til en HK/Víkingur stóð að mótinu með TM. 

Mótið gekk vel í alla staði og stemmningin mikil þar sem rúmlega 900 pæjur tóku þátt, ekki var annað að sjá en að liðin og aðstandendur hafi skemmt sér vel. Heimsókn frá nokkrum hressum stelpum úr íslenska kvennalandsliðinu vakti mikla lukku enda frábærar fyrimyndir þar á ferð.

Myndir af liðunum 

Myndir af mótinu