527 milljón kr. hagnaður TM á 3. ársfjórðungi 2014

29. okt. 2014

Á stjórnarfundi þann 29. október 2014 samþykkti stjórn og forstjóri TM þriðja árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2014. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.


Helstu tölur frá þriðja ársfjórðungi voru eftirfarandi:

 • Heildarhagnaður tímabilsins var 527 m.kr. og hagnaður á hlut var 0,70 kr. (3F 2013: 714 m.kr. og 0,94 kr.)
 • Hagnaður fyrir skatta var 630 m.kr. (3F 2013: 758 m.kr.)
 • Framlegð af vátryggingastarfsemi var 146 m.kr. (3F 2013: 42 m.kr.)
 • Fjárfestingatekjur voru 612 m.kr. (3F 2013: 785 m.kr.) og ávöxtun fjárfestingaeigna var 2,4% (3F 2013: 3,2%)
 • Samsett hlutfall var 95,0% (3F 2013: 98,6%)
 • Bókfærð iðgjöld jukust um 15,6% á milli ára
 • Eigin iðgjöld drógust saman um 3,4% á milli ára
 • Eigin tjón lækkuðu um 9,5% á milli ára
 • Rekstrarkostnaður hækkaði um 4,2% á milli ára
 • Arðsemi eigin fjár tímabilsins á ársgrunni var 18,8% (3F 2013: 26,3% )
 • Handbært fé frá rekstri var -45 m.kr. (3F 2013: 578 m.kr.)

 

Helstu tölur janúar - september 2014 voru eftirfarandi:

 • Heildarhagnaður tímabilsins var 1.541 m.kr. og hagnaður á hlut var 2,04 kr. (Jan-sep 2013: 1.905 m.kr. og 2,50 kr.)
 • Hagnaður fyrir skatta var 1.731 m.kr. (Jan-sep 2013: 2.147 m.kr.)
 • Framlegð af vátryggingastarfsemi var 332 m.kr. (Jan-sep 2013: 868 m.kr.)
 • Fjárfestingatekjur voru 1.665 m.kr. (Jan-sep 2013: 1.585 m.kr.) og ávöxtun fjárfestingaeigna var 6,6% (Jan-sep 2013: 6,8%)
 • Samsett hlutfall var 96,1% (Jan-sep 2013: 90,0%)
 • Bókfærð iðgjöld drógust saman um 4,2% á milli ára
 • Eigin iðgjöld drógust saman um 3,0% á milli ára
 • Eigin tjón hækkuðu um 5,1% á milli ára
 • Rekstrarkostnaður lækkaði um 2,6% á milli ára
 • Eiginfjárhlutfall í lok 3.ársfjórðungs var 37,7%
 • Eigið fé var 12.062 m. kr. og arðsemi eigin fjár tímabilsins á ársgrunni var 17,3% (Jan-sep 2013: 23,4% )
 • Handbært fé frá rekstri var 1.196 m.kr. (Jan-sep 2013: 2.209 m.kr.)

 

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Ég er mjög sáttur við niðurstöðu fjórðungsins. Samsett hlutfall var 95% þrátt fyrir að  mikill kostnaður félli til vegna stórbrunans í Skeifunni 11 en handbært fé frá rekstri var  neikvætt á tímabilinu vegna hans. Við erum einnig að sjá mikilvægar vísbendingar um vöxt á tímabilinu þar sem tæplega 16% hækkun varð á bókfærðum iðgjöldum milli ára.Sá vöxtur er drifinn áfram af vátryggingastarfsemi okkar erlendis og skýrir hann hækkun rekstrarkostnaðar milli ára á þriðja ársfjórðungi. Vátryggingastarfsemin erlendis gengur vel og er hlutdeild hennar í eigin iðgjöldum félagsins nú orðin um 11%. Afkoma af erlendum viðskiptum er á sama tíma góð sem bendir til þess að sú stefna sem við höfum markað okkur í áhættutöku (e. underwriting) sé skynsamleg.

Ávöxtun helstu eignaflokka er sem fyrr góð í samanburði við helstu viðmið. Ávöxtun eignasafns félagsins á fjórðungnum var 2,4% eða sem nemur 9,8% á ársgrundvelli. Góð ávöxtun óverðtryggðra ríkisskuldabréfa og hlutabréfaeigna skýra góða afkomu fjórðungsins auk þess sem gjaldeyrismunur var jákvæður”.


Árshlutareikningur TM - 3. ársfjórðungur 2014

Fjárfestakynning - 3. ársfjórðungur 2014 

Kynningarfundur

TM bauð til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi þann 30. október kl. 8:30. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24. 4. hæð. Þar kynnti Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svaraði spurningum.

Upptaka frá kynningarfundinum 30. október 2014