TM veitir verðlaun til frumkvöðla í sjávarútvegi 

20. nóv. 2014

Sjávarútvegsráðstefnan hófst í dag á Grand hótel en málstofur ráðstefnunnar verða dagana 19.-21. nóvember. Sjávarútvegsráðstefnan er haldin til að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg ásamt því að vera vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi.

TM er stoltur bakhjarl ráðstefnunnar og það var Hjálmar Sigurþórsson framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu TM sem veitti verðlaun fyrir framúrstefnuhugmynd ráðstefnunnar í morgun sem áður. Markmiðið með verðlaunaafhendingu fyrir framúrstefnuhugmynd er hvatning fyrir frumkvöðla að koma framsæknum og frumlegum hugmyndum í verk.

Í ár bárust 12 hugmyndir og einn hugmyndasmiður hlaut verðlaunagripinn "Svifölduna" og 500.000 kr verðlaunafé fyrir framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014.

Þessar þrjár hugmyndir þóttu skara framúr samkvæmt dómnefnd. Við hjá TM óskum vinningshafa og öðrum sem tóku þátt innilega til hamingju.


Vinningshafi - Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014
Sporðskurðarvél - sporðskurður á bolfiski
Unnsteinn Guðmundsson

____________________

Viðurkenning fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014
Þangauður Breiðafjarðar - brennsla á þangi til saltgerðar
Guðni Þór Þrándarson og Marie Legatelois

____________________

Viðurkenning fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013
Pýramídakör - staðbundin áta fyrir þorskseiði
Hallgrímur Björgúlfsson

Á myndinni má sjá verðlaunahafana. Frá vinstri, Unnsteinn Guðmundsson vinningshafi, hjónin 
Marie Legatelois og Guðni Þór Þrándarson, Hallgrímur Björgúlfsson og Hjálmar Sigurþórsson frá TM