TM mótið í Eyjum - myndir

18. jún. 2015

Nú er frábært stúlknamót að baki en TM mótið í Eyjum var haldið helgina 11.-13. júní. Mótið byrjaði í brakandi blíðu á fimmtudeginum í síðustu viku og engin önnur en Margrét Lára Viðarsdóttir opnaði mótið á kvöldvöku. Frábær stemning var á mótinu enda stelpurnar að spila í frábæru veðri mestallan tímann.

Á mótinu kepptu um 900 stúlkur úr 5. flokki víðsvegar að af landinu sín á milli. Mikið var um að vera þessa skemmtilegu daga. Kvöldvaka, sigling, diskósund, grillveisla og auðvitað sjálf fótboltakeppnin. 

Haukar unnu myndaleik TM en sú glæsilega mynd fékk rúmlega 1.400 læk á Facebook. 

Anna Kolbrún Ólafsdóttir leikmaður Fylkis-1 var valin efnilegasti leikmaður TM mótsins í Eyjum árið 2015. Við óskum henni til hamingju með frábæra frammistöðu ásamt öllum þátttakendum mótsins.

Myndir frá mótinu má finna hér fyrir neðan. 

Við óskum ykkur öllum gleðilegs fótboltasumars.


Liðsmyndir

Myndir frá kvöldvöku