Myndir frá TM mótinu í Kórnum

5. feb. 2016

TM Mótið fór fram um helgina en 1.200 hressar stúlkur úr 5., 6., 7. og 8. flokki í knattspyrnu kepptu og skemmtu sér konunglega í Kórnum Kópavogi. Mótið er haldið í góðu samstarfi við HK/Víking. Margrét Lára Viðarsdóttir fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins mætti á mótið og hélt uppi snappchatinu - timamot.is og áritaði póstkort fyrir stelpurnar. Landsliðsstelpurnar Hallbera, Harpa, Fanndís og Rakel mættu einnig og hittu stelpurnar og hvöttu þær til dáða. 

Myndakeppni var sett af stað nokkrum dögum fyrir mótið en liðin sem kepptu sendu inn mjög skemmtilegar myndir frá æfingum. Sigurliðið í myndakeppninni í ár í Kórnum var lið Álftanes 7. flokkur. 

Allir þátttakendur héldu svo sælir og glaðir heim með verðlaunapening og fótbolta. 

Myndir af liðunum

Myndir frá mótinu sjálfu má finna á Facebook síðu TM

Mótsmyndir