TM mótið í Eyjum - myndir

14. jún. 2016

TM mótið í Eyjum 2016

TM mótið í Eyjum um helgina tókst frábærlega en mótið sem er í samstarfi við ÍBV stóð dagana 8.-11.júní. 900 stúlkur víðsvegar af landinu í 5. flokki kvenna í knattspyrnu mættu á mótið. Mikið var um að vera alla dagana hjá stelpunum fyrir utan keppnina sjálfa en þar á meðal var kvöldvaka, diskósund, sjósigling, grill og margt fleira.

Stúlkurnar fengu vegleg verðlaun í ár, poncho og bókina "Stelpurnar okkar - Íslenska kvennalandsliðið". Þær fengu allar þátttökupening, einnig fengu bestu liðin og bestu þátttakendur sérstök verðlaun.

Myndaleikur TM mótsins var settur af stað fyrir nokkrum vikum síðan en mikill metnaður og áhugi að skila inn flottri mynd í keppnina var áberandi. Sigurvegarar þetta árið voru Víkingsstelpurnar. 

Verðlaunin voru að fara út að borða saman og í bíó. 

Við þökkum öllum sem komu að mótinu og gerðu það frábært, kærlega fyrir alla hjálpina. 

Myndir

Myndir af liðunum

Myndir frá mótinu