Afkoma TM á öðrum ársfjórðungi 2016

24. ágú. 2016

Á stjórnarfundi þann 24. ágúst 2016 samþykkti stjórn og forstjóri TM uppgjör vegna fyrri árshelmings 2016. Árshlutareikningurinn var kannaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi var mjög góð og umtalsvert betri en áætlun gerði ráð fyrir. Mikill viðsnúningur varð á vátryggingastarfsemi og var samsett hlutfall fjórðungins 87%. Hagnaður fyrir skatta eykst um 785 milljónir kr. milli ára og skýrist af hækkun eigin iðgjalda og fjárfestingatekna á sama tíma og tjónakostnaður lækkar. Vátryggingastarfsemin skilar jákvæðri afkomu á fjórðungnum sem  sýnir að TM hefur með endurverðlagningu náð tökum á aukningu í tjónatíðni á síðustu misserum.

Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs (2F) voru eftirfarandi:

  2F 2016 2F 2015 ∆% Á 2F 2016 ∆%
Eigin iðjöld 3.512.007 3.113.629 398.378 12,79% 3.426.799 85.208 2,49%
Fjármunatekjur 1.054.364 616.232 438.132 71,10% 771.624 282.740 36,64%
Aðrar tekjur 9.922 9.064 858 9,47% 8.991 931 10,35%
Heildartekjur 4.576.293 3.738.925 837.368 22,40% 4.207.414 368.879 8,77%
Eigin tjón -2.279.732 -2.337.579 57.847 -2,47% -2.518.281 238.549 -9,47%
Rekstrarkostnaður -881.829 -802.073 -79.756 9,94% -855.190 -26.639 3,11%
Fjármagnsgjöld -60.329 -58.758 -1.571 2,67% -69.583 9.254 -13,30%
Virðisrýrnun útlána -19.634 9.132 -28.766 -315,00% -3.000 -16.634 554,47%
Heildargjöld -3.241.524 -3.189.278 -52.246 1,64% -3.446.054 204.530 -5,94%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 1.334.769 549.647 785.122 142,84% 761.360 573.409 75,31%
Tekjuskattur -171.104 -68.224 -102.880 150,80%      
Hagnaður 1.163.665 481.423 682.242 141,71%      

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Samsett hlutfall á fyrri helmingi ársins 97%

Framlegð vátrygginga á fyrri helmingi ársins var jákvæð um 210 milljónir kr. sem er mikill viðsnúningur frá fyrra ári þegar hún var neikvæð um 696 milljónir kr. Allir greinaflokkar vátrygginga skila betri afkomu en á sama tíma í fyrra og samsett hlutfall lækkar úr 112% í 97%. Áætlun félagsins gerði ráð fyrir því að samsett hlutfall í vátryggingum yrði 102% á fyrri helmingi ársins.

Endurmat eigna skilar góðri afkomu af fjárfestingum

Fjármunatekjur námu 1.054 m.kr. á öðrum ársfjórðungi sem jafngildir 4,2% ávöxtun fjáreigna. Það verður að teljast mjög góður árangur í ljósi þess að markaður með skráð verðbréf var erfiður á fjórðungnum en markaðsvísitala Gamma lækkaði um 1,4%. Hækkanir á óskráðum eignum og fasteignasjóðum skýra stærstan hluta af þessari góðu afkomu en ellefu eignir voru endurmetnar á fjórðungnum, nánast í öllum tilfellum vegna nýlegra viðskipta eða nýrra upplýsinga um gengi frá rekstraraðilum sjóðanna. Skráðar innlendar eignir í eignasafninu lækkuðu um 1,7% á fjórðungnum sem er ásættanlegt í samanburði við lækkun á þeim markaði en verri ávöxtun skýrist af meira vægi hlutabréfa í eignasafni TM heldur en í viðmiði. Fjármunatekjur á fyrri helmingi ársins námu 1.464 m.kr. sem jafngildir 5,8% ávöxtun.

Helstu niðurstöður fyrri árshelmings 2016 (1H 2016) voru eftirfarandi:

  1H 2016 1H 2015 ∆% Á 1H 2016 ∆%
Eigin iðjöld 6.840.223 6.051.607 788.616 13,03% 6.741.109 99.114 1,47%
Fjármunatekjur 1.463.828 1.488.544 -24.716 -1,66% 1.288.408 175.420 13,62%
Aðrar tekjur 21.871 20.184 1.687 8,36% 19.827 2.044 10,31%
Heildartekjur 8.325.922 7.560.335 765.587 10,13% 8.049.344 276.578 3,44%
Eigin tjón -5.060.459 -5.324.341 263.882 --4,96% -5.327.112 266.653 -5,01%
Rekstrarkostnaður -1.772.569 -1.604.855 -167.714 10,45% -1.744.153 -28.416 1,63%
Fjármagnsgjöld -136.055 -72.076 -63.979 88,77% -119.205 -16.850 14,14%
Virðisrýrnun útlána -37.474 12.729 -50.203 -394,40% -6.000 -31.474 524,57%
Heildargjöld -7.006.557 -6.988.543 -18.014 0,26% -7.196.470 189.913 -2,64%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 1.319.365 571.792 747.573 130,74% 852.874 466.491 54,70%
Tekjuskattur -145.786 -17.872 -127.914 715,72%      
Hagnaður (tap) 1.173.579 553.920 619.659 111,87%      

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Lykiltölur á fyrri árshelmingi (1H 2016) voru eftirfarandi:

1H2016 1H2015 ∆% Á1H2016
Hagnaður á hlut (kr.) 1,71 0,75 0,96 -0,21  
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 21,3% 9,4%  
Eiginfjárhlutfall 32,9% 31,3%  
Handbært fé frá rekstri 1.719 1.272 447 35%  
Vátryggingastarfssemi          
Tjónshlutfall 74,0% 88,0% -14,0% 79%
Kostnaðarhlutfall 23,0% 23,5% -0,5% 23%
Samsett hlutfall 97,0% 111,5% -14,5% 102%
Hagnaður/tap 531 -283 734 -362% 248
Framlegð 210 -696 906 -130% -124
Fjárfestingar          
Ávöxtun fjáreigna 5,8% 5,7%  
Hagnaður/tap 1.174 554 620 112%  

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Kynningarfundur kl. 8:30 fimmtudaginn 25. ágúst.

TM bauð til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi 2016 þann 25. ágúst kl. 8:30. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnti Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svaraði spurningum. 

Kynningarfundur


Fjárhagsdagatal 2016

3. ársfjórðungur: 27. október 2016
4. ársfjórðungur: 16. febrúar 2017


Árshlutareikningur - 2. ársfjórðungur 2016