Afkoma TM á þriðja ársfjórðungi 2016

27. okt. 2016

Á stjórnarfundi þann 27. október 2016 samþykkti stjórn og forstjóri TM uppgjör vegna fyrstu níu mánaða ársins 2016. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi var góð og nokkru betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Munurinn liggur að mestu í betri afkomu af vátryggingastarfsemi. Vátryggingastarfsemin skilar mjög góðri afkomu annan fjórðunginn í röð en samsett hlutfall á þriðja ársfjórðungi var 86%. Uppsafnað samsett hlutfall ársins er því komið í 93% sem er talsvert betri árangur en við þorðum að vona í upphafi árs. Það er ljóst að þær aðgerðir sem félagið réðst í á þessu og síðasta ári eru að skila verulegum afkomubata. Fjárfestingatekjur fjórðungsins voru í takt við áætlanir og skila 2,1% ávöxtun. Uppsafnaðar fjárfestingatekjur ársins nema nú rúmum 2.000 m.kr. sem jafngildir 10,8% ársávöxtun.

Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs (3F) voru eftirfarandi:

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Samsett hlutfall fyrstu níu mánuði ársins 93%

Framlegð vátrygginga á fyrstu níu mánuðum ársins var jákvæð um 738 m.kr. sem er mikill viðsnúningur frá fyrra ári þegar hún var neikvæð um 198 m.kr. Allir greinaflokkar vátrygginga að frátöldum eignatryggingum og slysatryggingum skila betri afkomu en á sama tíma í fyrra og samsett hlutfall lækkar úr 102% í 93%. Áætlun félagsins gerði ráð fyrir því að samsett hlutfall í vátryggingum yrði 97% á fyrstu níu mánuðum ársins.

Ágætis afkoma af fjáreignum á þriðja ársfjórðungi

Fjármunatekjur námu 546 m.kr. á þriðja ársfjórðungi sem jafngildir 2,1% ávöxtun fjáreigna. Góð afkoma var af hlutabréfum, fasteignum og ríkisskuldabréfum. Á móti kemur að önnur verðbréf lækkuðu töluvert og styrking krónunnar hafði þau áhrif að gjaldeyrismunur var neikvæður um 137 m.kr. Innlendir verðbréfamarkaðir voru misjafnir á þriðja ársfjórðungi, þannig hækkaði ríkisskuldabréfavísitala Gamma um 3,9% en hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 3,7%. Markaðsvísitala Gamma hækkaði um 1,4% á þriðja ársfjórðungi og því er fjárfestingarafkoma TM nokkuð góð á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar tekið er tillit til neikvæða gjaldeyrismunarins.

Á fyrstu níu mánuðum ársins nema fjármunatekjur 2.010 m.kr. sem jafngildir 8% ávöxtun fjáreigna, en til samanburðar hækkaði markaðsvísitala Gamma um 1,4% á sama tímabili. Styrking íslensku krónunnar hefur haft töluverð áhrif á afkomu fjárfestinga, en á fyrstu níu mánuðum ársins var gjaldeyrismunur neikvæður um 277 m.kr. Á þriðja ársfjórðungi minnkaði TM gjaldeyrisáhættu sína verulega.

Helstu niðurstöður fyrstu níu mánaða ársins voru eftirfarandi:

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Lykiltölur fyrstu níu mánaða ársins voru eftirfarandi:

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Áætlaður hagnaður ársins rúmar 3.000 m.kr.

Afkoma TM á fyrstu 9 mánuðum ársins var umtalsvert betri en áætlun gerði ráð fyrir. Félagið áætlar að afkoma fjórða ársfjórðungs verði í samræmi við áður útgefna áætlun og því verði hagnaður ársins fyrir skatta rúmar 3.000 m.kr. í stað 2.395 m.kr. eins og fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að samsett hlutfall verði 94% og ávöxtun fjáreigna 11%.

Kynningarfundur kl. 8:30 föstudaginn 28. október.

TM bauð til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi 2016 þann 28. október kl. 8:30. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnti Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svaraði spurningum.

Upptaka frá kynningarfundi


Fjárhagsdagatal

4. ársfjórðungur: 16. febrúar 2017

Aðalfundur: 16. mars 2017 kl. 16:00.  Frestur fyrir hluthafa til að leggja mál eða tillögur sem taka á til meðferðar á fundinum er til fimmtudagsins 16. febrúar 2017.


Árshlutareikningur - 3. ársfjórðungur 2016

Fjárfestakynning