Afkoma TM á þriðja ársfjórðungi 2017

Hagnaður TM á þriðja ársfjórðungi 2017 var 217 m.kr.

26. okt. 2017

Á stjórnarfundi þann 26. október 2017 samþykkti stjórn og forstjóri TM þriðja árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2017. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

“Afkoma TM á þriðja ársfjórðungi var vel viðunandi í ljósi erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Afkoma af vátryggingastarfsemi var góð  þar sem samsett hlutfall var 92%. Ávöxtun fjárfestingaeigna var jákvæð sem verður að teljast góður árangur á sama tíma og innlendi markaðurinn lækkaði nokkuð. Rekstrarspá félagsins til næstu 12 mánaða hefur verið uppfærð þar sem gert er ráð fyrir 95% samsettu hlutfalli af vátryggingastarfsemi og 9,7% ávöxtun fjárfestingaeigna.“

Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs 2017 voru eftirfarandi:

  3F 2017 3F 2016 ∆% 9M 2017 9M 2016 ∆%
Eigin iðgjöld 4.049 3.815 234 6% 11.278 10.655 622 6%
Fjárfestingatekjur 41 546 (505) -93% 2.635 2.010 625 31%
Aðrar tekjur 8 10 (2) -23% 32 32 (1) -2%
Heildartekjur 4.098 4.371 (273) -6% 13.944 12.697 1.247 10%
Eigin tjón (3.037) (2.659) (378) 14% (9.116) (7.719) (1.397) 18%
Rekstrarkostnaður (771) (707) (65) 9% (2.569) (2.479) (90) 4%
Fjármagnsgjöld (34) (67) 33 -49% (117) (203) 86 -42%
Virðisrýrnun útlána (2) (11) 10 -84% (4) (49) 44 -91%
Heildargjöld (3.844) (3.444) (400) 12% (11.807) (10.451) (1.356) 13%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 254 927 (673) -73% 2.137 2.246 (109) -5%
Tekjuskattur (37) (117) 80 -68% (45) (263) 218 -83%
Hagnaður 217 810 (593) -73% 2.092 1.984 109 5%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Samsett hlutfall á þriðja ársfjórðungi var 92%

Tjónakostnaður á þriðja ársfjórðungi óx um 14,2% miðað við sama tíma árið 2016 á meðan iðgjöld hafa vaxið um 6,1%. Fjórðungurinn var nokkuð hagfelldur tjónalega og samsett hlutfall var 92%. Fjórðungurinn var nokkuð erfiður í fjárfestingastarfsemi þar sem fjármunatekjur dragast umtalsvert saman milli ára, voru 41 m. kr. samanborið við 546 m. kr. á þriðja ársfjórðungi 2016.

Hagnaður TM fyrstu níu mánuði ársins er 2.092 m. kr. eftir skatta. Samsett hlutfall á tímabilinu er 101% og hækkar í öllum greinaflokkum skaðatrygginga samanborið við fyrstu níu mánuði síðasta árs, að ökutækjatryggingum undanskildum þar sem hlutfallið stendur í stað. 

Sé litið til síðustu 12 mánaða er samsett hlutfall 103% og kostnaðarhlutfall 20%. Spá félagsins gerir ráð fyrir að samsett hlutfall ársins 2017 verði 101%.

Jákvæðar fjárfestingatekjur þrátt fyrir þungan fjórðung í skráðum hlutabréfum

Fjárfestingatekjur námu 41 m.kr. á þriðja ársfjórðungi 2017 sem jafngildir 0,1% ávöxtun á tímabilinu. Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 1,4% yfir sama tímabil. Skráði verðbréfamarkaðurinn var mjög þungur á fjórðungnum og þá aðallega hlutabréfamarkaðurinn en hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 6,2% yfir sama tímabil. Skráð hlutabréf og sjóðir sem fjárfesta í skráðum hlutabréfum lækkuðu um tæpar 300 m.kr. sem skýrir lágar fjárfestingatekjur á fjórðungnum. Óskráð hlutabréf voru ekki endurmetin á fjórðungnum en það var jákvæð afkoma af eignaflokknum annars vegar vegna gjaldmiðlabreytinga og hins vegar vegna breytinga á undirliggjandi skráðum hlutabréfaeignum.

Fjórði ársfjórðungur 2017 hefur farið vel af stað og betur en spá félagsins gerði ráð fyrir. Þar af leiðandi hefur spá ársfjórðungsins verið  hækkuð úr 770 m.kr. upp í 975 m.kr. Ef spáin gengur eftir verða fjárfestingatekjur ársins 2017 3.610 m.kr. sem jafngildir 14,3% ávöxtun fjáreigna fyrir árið.

Lykiltölur fyrstu níu mánuði ársins voru eftirfarandi:

Lykiltölur        
  3F 2017 3F 2016 9M 2017 9M 2016
Hagnaður á hlut (kr.) 0,32  1,18  3,09  2,89 
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 7% 31% 22% 23%
Eiginfjárhlutfall 37% 36% 37% 36%
Handbært fé frá rekstri 646  522  1.065  2.173 
Vátryggingastarfssemi        
Tjónshlutfall 75,0% 69,7% 80,8% 72,4%
Kostnaðarhlutfall 17,0% 16,5% 20,2% 20,6%
Samsett hlutfall 92,0% 86,1% 101,0% 93,1%
Rekstrarafkoma 472 664  433 1.195 
Framlegð 323 529 (112) 738
Fjárfestingar        
Ávöxtun fjáreigna 0,1% 2,1% 10,4% 8,0%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Rekstrarspá

Rekstrarspá félagsins gerir ráð fyrir að samsett hlutfall TM fyrir árið 2017 verði 101%, ávöxtun fjárfestingaeigna verði 14,3% og hagnaður ársins verði 2.885 m.kr. fyrir skatta. Þá gerir spáin ráð fyrir að samsett hlutfall næstu 12 mánaða verði 95% og ávöxtun fjárfestingaeigna 9,7%.

Spá                  
  4F 2017 1F 2018 2F 2018 3F 2018 Samtals S 2017 2016 ∆%
Eigin iðgjöld 3.785 3.821 4.154 4.311 16.072 15.063 14.060 1.003 7%
Fjárfestingatekjur 975 419 833 456 2.683 3.610 3.178 432 14%
Aðrar tekjur 5 5 5 5 20 36 41 (5) -12%
Heildartekjur 4.765 4.245 4.992 4.773 18.775 18.709 17.279 1.430 8%
Eigin tjón (3.168) (3.038) (3.087) (2.926) (12.218) (12.284) (10.718) (1.566) 15%
Rekstrarkostnaður (805) (845) (894) (939) (3.482) (3.374) (3.303) (71) 2%
Fjármagnsgjöld (40) (40) (41) (42) (162) (157) (247) 90 -36%
Virðisrýrnun útlána (5) (3) (3) (3) (14) (9) (57) 48 -84%
Heildargjöld (4.017) (3.925) (4.025) (3.910) (15.877) (15.824) (14.326) (1.498) 10%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 748 320 967 863 2.898 2.885 2.953 (68) -2%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Lykiltölur í spá              
  4F 2017 1F 2018 2F 2018 3F 2018 Samtals S 2017 2016
Vátryggingastarfssemi              
Tjónshlutfall 84% 79% 74% 68% 76% 82% 76%
Kostnaðarhlutfall 19% 21% 18% 17% 19% 20% 21%
Samsett hlutfall 103% 100% 93% 85% 95% 101% 97%
Framlegð (96) (6) 301 645 844 (208) 420
Fjárfestingar              
Ávöxtun fjáreigna 3,5%  1,5%  2,9%  1,5%  9,7%  14,3%  13,0% 

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Kynningarfundur kl. 16:00 fimmtudaginn 26. október 2017

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins þann 26. október klukkan 16:00. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnir Sigurður Viðarsson, forstjóri, uppgjörið og svarar spurningum.

Árshlutareikning er hægt að nálgast hér neðst á síðunni ásamt kynningu á uppgjörinu sniðna að fjárfestum.

Kynningarfundur 26. október 2017

Fjárhagsdagatal 2017

4. ársfjórðungur: 16. febrúar 2018.


Árshlutareikningur - 3. ársfjórðungur 2017

Fjárfestakynning