Dagsetning aðalfundar TM 2018

1. nóv. 2017

Dagsetning aðalfundar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 2018 hefur verið ákveðin og verður aðalfundurinn haldinn fimmtudaginn 15. mars 2018.  

Frestur hluthafa til að leggja mál til meðferðar á aðalfund eru 4 vikur fyrir aðalfundardag.  Óski hluthafi að fá tiltekið mál til meðferðar á aðalfundinum skal hann hafa gert kröfu um það til félagsstjórnar með skriflegum eða rafrænum hætti á netfangið stjorn@tm.is  eigi síðar en fimmtudaginn 15. febrúar 2018.