TM verðlaunar frumkvöðla á Sjávarútvegsráðstefnu

14. nóv. 2017

Hin árlega Sjávarútvegsráðstefna verður haldin í Hörpu dagana 16.-17. nóvember. TM tekur þátt sem fyrr og veitir verðlaun fyrir framúrstefnuhugmyndir frumkvöðla í sjávarútvegi. 

Verðlaunin Svifaldan eru veitt fyrir þá Framúrstefnuhugmynd sem þykir best sameina nýsköpun, frumleika og raunhæfni sem leiða muni til virðisauka, aukinnar sjálfbærni og bættrar ímyndar íslensks sjávarútvegs. Nú í ár er í sjöunda sinn keppt á Sjávarútvegsráðstefnunni um verðlaunagripinn sem gefinn er af TM. Að þessu sinni bárust tíu tillögur í keppnina og munu þrjár af þeim hljóta verðlaun.

TM verður með bás í Hörpu þar sem þrjár stigahæstu framúrstefnuhugmyndirnar verða kynntar.

Nánari upplýsingar má finna hér.  http://sjavarutvegsradstefnan.is/