TM er aðili Jafnréttisvísis Capacent 2017

7. des. 2017

Jafnréttisvísir Capacent 2017TM er eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem taka þátt í verkefninu Jafnréttisvísir Capacent sem er verkfæri fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja stuðla að vitundarvakningu um jafnréttismál og móta skýr markmið í framhaldinu.

Með beitingu Jafnréttisvísins er  tekið á öllum helstu þáttum er snerta stöðu kynjanna og eru fyrirstaða þess að kynin njóti jafnréttis og að konur fái framgang innan fyrirtækja til jafns á við karla.

Capacent bauð á dögunum til viðburðar þar sem verkefnið Jafnréttisvísir Capacent var kynnt og fyrstu fyrirtækin, TM og Landsvirkjun, fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu. Með þátttöku í verkefninu skuldbindur TM sig til að vinna markvisst að verkefnum á sviði jafnréttismála næstu þrjú ár.

Jafnréttisvísir 2017 - fulltrúar TMÁ myndinni má sjá fulltrúa TM sem tóku við viðurkenningunni frá Capacent f.v. Hjálmar Sigurþórsson framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar og erlendra viðskipta, Arnheiður Leifsdóttir forstöðumaður markaðsmála, Sigurður Viðarsson forstjóri TM, Erna Agnarsdóttir mannauðsstjóri, Óskar B. Hauksson framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og Garðar Þ. Guðgeirsson framkvæmdastjóri áhættuverðlagningar