TM aðili að samtökum um ábyrgar fjárfestingar

14. nóv. 2017

Samtökin IcelandSIF voru stofnuð 13. nóvember sl.  og var Tryggingamiðstöðin einn af 23 stofnaðilum samtakanna. Tilgangur samtakanna er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga með því að skapa sjálfstæðan vettvang fyrir umræður og fræðslu. Stofnaðilar samtakanna eru auk Tryggingamiðstöðvarinnar: Almenni lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi lífeyrissjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífsverk lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki, Kvika banki, Vátryggingafélag Íslands, Vörður tryggingar, Júpiter rekstarfélag, Íslandssjóðir, Landsbréf, Stefnir og Gamma Capital Management.

Fyrsta stjórn samtakanna er skipuð Arnóri Gunnarssyni VÍS, Davíð Rúdólfssyni Gildi, Hrefnu Sigfinnsdóttur Landsbanka, Jóhanni Guðmundssyni Lífeyrissjóði verslunarmanna, Kristínu Jónu Kristjánsdóttur Íslandssjóðum og Kristjáni Geir Péturssyni Lífeyrissjóðnum Birtu.