TM kynnir öryggispall fyrir fiskkör

19. des. 2017

Á dögunum gaf TM Slysavarnaskóla sjómanna öryggispall á fiskikör sem er hannaður af Methúsalem Hilmarssyni  forstöðumanni  forvarna hjá TM og Lárusi Halldórssyni vélvirkja hjá Skark ehf.

Á myndinni má sjá, frá hægri, Methúsalem Hilmarsson forstöðumann forvarna TM afhenda Hilmari Snorrasyni skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna, öryggispallinn, um borð í Sæbjörgu, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Tilgangur pallsins er að auka öryggi sjómanna við vinnu í lest skipa og báta  þar sem sjómenn þurfa að standa uppá fiskikörum. Upphaf þess að farið var í að útbúa og hanna slíkan vinnupall  var fjöldi  fallslysa sjómanna við slíka vinnu.  Eftir prófanir á pallinum er sýnt að hann hefur mikið forvarnagildi.  Slysavarnaskólinn  er því góður vettvangur til  að kynna sjómönnum  pallinn á námskeiðum sínum.