Afkoma TM 2000

29. mar. 2001Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. var haldinn miðvikudaginn 28. mars síðastliðinn á Radisson SAS Saga Hótel, Reykjavík, klukkan 16:00.

Jón Ingvarsson, stjórnarformaður félagsins, flutti skýrslu félagsstjórnar og Gunnar Felixson forstjóri lagði fram og skýrði ársreikning félagsins sem samþykktur var samhljóða.

Hagnaður félagsins árið 2000 nam 171 milljón króna en var 235 milljónir króna árið áður.

Í stjórn voru kosin Einar Sigurðsson, Geir Zoëga, Guðbjörg Matthíasdóttir, Haraldur Sturlaugsson, Jón Ingvarsson, Tryggvi Jónsson og Þorgeir Baldursson. Stjórnin hefur skipt með sér verkum þannig að Tryggvi Jónsson er formaður, Einar Sigurðsson varaformaður og Geir Zoëga ritari.

Samþykkt var að greiða 20% arð af nafnverði til hluthafa vegna ársins 2000. Rétt til arðs eiga þeir sem eru hluthafar í lok aðalfundardags. Arðurinn verður greiddur út 11. apríl næstkomandi.

Samþykkt var að heimila félagsstjórn á næstu 18 mánuðum að kaupa hlutabréf í félaginu að nafnvirði allt að 3.000.000 krónur.

Ársreikningur félagsins liggur frammi á aðalskrifstofu.

Tilkynning um afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar 2000. (pdf skjal, 20 kb)


Ársskýrsla Tryggingarmiðstöðvarinnar 2000. (pdf skjal, 574 kb, Táknmynd fyrir skjal sem er ekki að fullu aðgengilegt í skjálesara )