Árshlutauppgjör janúar - júní 2000

14. ágú. 2000

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. hefur á stjórnarfundi í dag samþykkt árshlutareikning fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2000.

Árshlutareikningurinn er samstæðureikningur sem innifelur árshlutareikning Tryggingamiðstöðvarinnar og Tryggingar sem er að öllu leyti í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Starfsemi Tryggingar hf. er óveruleg. Hún er eingöngu fólgin í eignaumsýslu og uppgjöri útistandandi tjóna í erlendum endurtryggingum.

Við samanburð á árshlutareikningum móðurfélagsins ber að hafa í huga að starfsemi Tryggingar hf. í frumtryggingum og innlendum endurtryggingum var yfirfærð til Tryggingamiðstöðvarinnar á síðari hluta ársins 1999.

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við lög númer 144/1994 um ársreikninga og reglugerð númer 613/1996 um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga annarra en líftryggingafélaga. Árshlutareikningurinn er í megin atriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.

Eftirfarandi eru samandregnar helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri samstæðunnar og móðurfélagsins fyrir 2000 og 1999:

Tafla yfir helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri (Fjárhæðir eru í milljónum króna)
Samandreginn rekstrarreikningur
Samstæða
Samstæða
Móðurfélag
Móðurfélag
janúar-júní 2000
janúar - júní 1999
janúar - júní 2000
janúar - júní 1999
Bókfærð iðgjöld
3.359,7
3.008,0
3.359,7
2.289,0
Eigin iðgjöld
1.688,6
1.328,7
1.688,6
1.002,7
Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri
429,6
383,1
427,2
298,9
Bókfærð tjón
( 1.913,5 )
( 1.510,4 )
( 1.913,5 )
( 932,7 )
Eigin tjón
( 1.664,5 )
( 1.378,1 )
( 1.664,5 )
( 934,9 )
Breyting á útjöfnunarskuld
0
85,0
0
0
Hreinn rekstrarkostnaður
( 340,2 )
( 271,7 )
( 334,4 )
( 204,6 )
Hagnaður af vátryggingarekstri
113,5
147,0
116,9
162,1
Hagnaður af fjármálarekstri
86,4
113,8
85,9
68,1
Aðrar tekjur (gjöld) af reglulegri starfsemi
( 73,4 )
( 44,4 )
( 73,4 )
( 13,8 )
Tekju- og eignarskattur
( 27,1 )
( 54,3 )
( 30,1 )
( 54,3 )
Hagnaður tímabilsins
99,4
162,1
99,3
162,1

Samandreginn efnahagsreikningur

Tafla yfir samandreginn efnahagsreikning
Samandreginn efnahagsreikningur
30.06.2000
31.12.1999
30.06.2000
31.12.1999
Eignir:
Óefnislegar eignir
875,7
903,4
875,7
903,5
Fjárfestingar
9.411,4
8.974,8
9.508,7
9.271,7
Hluti endurtryggjenda í vátryggingaskuld
1.748,6
1.402,0
1.748,6
1.402,0
Kröfur
2.472,5
1.367,1
2.411,6
1.238,4
Aðrar eignir
852,0
829,7
815,7
799,5
Eignir samtals
15.360,2
13.477,0
15.360,3
13.615,1

Skuldir og eigið fé

Skuldir og eigið fé
Skuldir og eigið fé: 30.06.2000 31.12.1999 30.06.2000 31.12.1999
Eigið fé
3.771,1
3.636,9
3.771,1
3.636,9
Vátryggingaskuld
10.812,3
9.321,9
10.767,3
9.276,9
Aðrar skuldbindingar
244,3
173,3
223,8
148,5
Viðskiptaskuldir
532,5
344,9
598,1
552,8
Skuldir og eigið fé samtals
15.360,2
13.477,0
15.360,3
13.615,1

Sjóðstreymi

Tafla yfir sjóðsstreymi (Fjárhæðir eru í milljónum króna)
Sjóðstreymi
Samstæða
Samstæða
Móðurfélag
Móðurfélag
janúar-júní 2000
janúar - júní 1999
janúar - júní 2000
janúar - júní 1999
Veltufé frá rekstri
1.141,0
983,3
1.140,7
917,9
Handbært fé frá rekstri
292,0
72,1
81,5
221,9
Fjárfestingarhreyfingar
( 221,8 )
( 514,5 )
( 13,8 )
( 473,3 )
Fjármögnunarhreyfingar
( 46,6 )
263,0
( 46,6 )
263,0

Kennitölur

Tafla yfir kennitölur

Kennitölur

%
%
%
%
1. Eigin tjón af eigin iðgjöldum
98,6
103,7
98,6
93,2
2. Kostnaður af eigin iðgjöldum
20,1
20,5
19,8
20,4
3. Fjárfestingatekjur vátr.rekstrar af eigin iðgj.
25,4
28,8
25,3
29,8
4. Hlutföll 1 + 2 - 3
93,3
95,3
93,1
83,8
5. Gjaldþol af lágmarksgjaldþoli
485,0
373,1
473,6
436,9
6. Fjöldi starfsmanna að meðaltali
96,0
100,0
96,0
60,0

Hlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 233.099.042 krónur. Hluthafar voru 717 þann 30. júní en 893 í ársbyrjun.

Hagnaður samstæðunnar fyrir tímabilið var 99,4 milljónir króna var 162,1 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður. Tap af rekstri dótturfélagsins Tryggingar hf. var 7,5 milljónir króna á tímabilinu. Hagnaður af vátryggingarekstri var 113,5 milljónir króna á móti 147,0 milljónum fyrir sambærilegt tímabil árið áður. Bókfærð iðgjöld voru 3.359,7 milljónir á móti 3.008,0 milljónum árið áður og hækkuðu um 11,7%. Eigin iðgjöld voru 1.688,6 milljónir króna á móti 1.328,7 milljónum árið áður og hækkuðu um 27,1%. Bókfærð tjón voru 1.913,5 milljónir króna á móti 1.510,4 milljónum árið áður og hækkuðu um 26,7%. Eigin tjón voru 1.664,5 milljónir króna á móti 1.378,1 milljónum árið áður og hækkuðu um 20,8%. Hreinn rekstrarkostnaður var 340,2 milljónir króna á móti 271,7 milljónum árið áður og hækkaði um 25,2%. Þessa hækkun má að miklu leyti rekja til þess að umboðslaunatekjur frá endurtryggjendum lækkuðu um 39 milljónir króna frá sama tímabili í fyrra vegna breytinga á endurtryggingafyrirkomulagi félagsins. Fjárfestingatekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur voru 429,6 milljónir króna á móti 383,7 milljónum árið áður og hækkuðu um 12,1%. Hagnaður af fjármálarekstri var 86,4 milljónir króna á móti 113,8 milljónum árið áður og lækkaði um 24,1%. Þessi lækkun stafar af því að hærri fjárhæð var yfirfærð á fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri en áður. Undir liðnum önnur gjöld er gjaldfærsla á afskrift á viðskiptavild vegna kaupa á Tryggingu hf. að fjárhæð kr. 51,5 milljónir.

Afkoma félagsins á tímabilinu er ekki viðunandi miðað við eiginfjárstöðu félagsins. Eins og sést á yfirliti hér að neðan er verulegt tap á ökutækjatryggingum, sérstaklega lögboðnum ökutækjatryggingum eins og verið hefur á undanförnum árum. Afkoma annarra vátryggingagreina er viðunandi.

Rekstrarafkoma einstakra greinaflokka vátrygginga fyrir tímabilið janúar - júní:

Tafla yfir rekstrarafkomu einstakra greinaflokka vátrygginga (Fjárhæðir eru í milljónum króna)
Samstæða
Samstæða
janúar - júní 2000
janúar - júní 1999
Eignatryggingar
40,3
37,6
Sjó- og farmtryggingar
50,1
126,5
Lögboðnar ökutækjatryggingar
-123,1
-180,8
Aðrar ökutækjatryggingar
-17,9
-7,4
Ábyrgðartryggingar
99,4
67,7
Slysa- og sjúkratryggingar
45,0
49,7
Endurtryggingar
19,7
53,7
Samtals:
147,0
113,5

Rekstrarhorfur

Mjög erfitt er að áætla rekstrarhorfur til skamms tíma hjá vátryggingafélagi þar sem langstærsti gjaldaliður félagsins, tjónin, eru háð miklum sveiflum. Hækkun á iðgjaldataxta í ökutækjatryggingum í júlí á þessu ári kemur aðeins að litlu leyti inn í rekstur þessa árs. Hún mun því ekki hafa veruleg áhrif á afkomu þessa árs, en mun væntanlega bæta afkomu greinarinnar á næsta ári. Það er mat félagsins að afkoma þess verði nokkru betri á síðari hluta ársins samanborið við þann fyrri.