Árshlutauppgjör janúar - júní 2002

20. ágú. 2002

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. samþykkti á stjórnarfundi þann 20. ágúst síðastliðinn árshlutareikning fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2002.

Árshlutareikningurinn er samstæðureikningur sem innifelur árshlutareikning Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf. sem er að öllu leyti í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Starfsemi Tryggingar er óveruleg. Hún er eingöngu fólgin í eignaumsýslu og uppgjöri útistandandi tjóna í erlendum endurtryggingum.

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við lög númer 144/1994 um ársreikninga og reglugerð númer 613/1996 um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga annarra en líftryggingafélaga. Árshlutareikningurinn er í megin atriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og fyrri árshlutauppgjör.

Eftirfarandi eru samandregnar helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri samstæðunnar og samanburðartölur fyrri ára á verðlagi hvers árs.:

Fjárhæðir eru í milljónum krónum

Tafla yfir samandreginn rekstrarreikning
Samandreginn rekstrarreikningur
2002
2001
2000
1999
janúar-júní
janúar-júní
janúar-júní
janúar-júní
Bókfærð iðgjöld
5.043
4.364
3.360
3.008
Eigin iðgjöld
2.636
2.161
1.689
1.329
Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri
302
550
430
383
Eigin tjón
( 2.316 )
( 2.125 )
( 1.665 )
( 1.378 )
Breyting á útjöfnunarskuld
0
0
0
85
Hreinn rekstrarkostnaður
( 478 )
( 435 )
( 340 )
( 272 )
Hagnaður af vátryggingarekstri
144
151
114
147
Hagnaður af fjármálarekstri
154
170
86
114
Aðrar tekjur (gjöld) af reglulegri starfsemi
( 122 )
( 89 )
( 74 )
( 45 )
Tekju- og eignarskattur
( 24 )
( 77 )
( 27 )
( 54 )
Hagnaður
152
155
99
162

Sjóðstreymi

Tafla yfir sjóðsstreymi
2002
2001
2000
1999
Sjóðstreymi
janúar-júní
janúar-júní
janúar-júní
janúar-júní
Veltufé frá rekstri
2.158
2.196
1.141
983
Handbært fé frá rekstri
834
377
292
72
Fjárfestingarhreyfingar
( 703 )
( 180 )
( 222 )
( 515 )
Fjármögnunarhreyfingar
( 188 )
( 52 )
( 47 )
263

Kennitölur

Tafla er sýnir kennitölur
2002
2001
2000
1999
janúar-júní
janúar-júní
janúar-júní
janúar-júní
Kennitölur
%
%
%
%
1. Eigin tjón af eigin iðgjöldum
87,9
98,3
98,6
103,7
2. Kostnaður af eigin iðgjöldum
18,1
20,1
20,1
20,5
3. Fjárfestingatekjur vátr.rekstrar af eigin iðgjöldum.
11,5
25,5
25,5
28,8
4. Hlutföll 1 + 2 - 3
94,5
92,9
93,2
95,3
5. Gjaldþol af lágmarksgjaldþoli
334,3
515,7
485,0
373,1
6. Eiginfjárhlutfall
21,2
27,0
24,9
27,0


Hlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 932 m.kr. Hluthafar voru 507 þann 30. júní en 538 í ársbyrjun.

Hagnaður samstæðunnar á tímabilinu var 152 m.kr. en var 155 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður. Í samræmi við breytingar á lögum eru nú ekki lengur reiknuð áhrif verðlagsbreytinga og því er ekki færð verðbreytingarfærsla í rekstrarreikning. Hefði sami háttur verið viðhafður á síðasta ári hefði hagnaður þess tímabils verið 67 m.kr. lægri. Tap af rekstri dótturfélagsins, Tryggingar hf., á tímabilinu var 1,4 m.kr. Hagnaður af vátryggingarekstri var 144 m.kr. á móti 151 m.kr. fyrir sambærilegt tímabil árið áður. Bókfærð iðgjöld voru 5.043 m.kr. á móti 4.364 m.kr. árið áður og hækkuðu um 15,6% miðað við sama tíma í fyrra. Hluti af þessari aukningu er til kominn vegna tilfærslu á gjalddögum innan ársins. Að óbreyttu hefði aukning bókfærðra iðgjalda á tímabilinu verið um 11%. Eigin iðgjöld voru 2.636 m.kr. á móti 2.161 m.kr. árið áður og hækkuðu um 22,0%. Hluti aukningarinnar er til kominn vegna breyttra endurtryggingasamninga, félagið tekur nú meiri hluta tjóna fyrir eigin reikning en áður og greiðir þar af leiðandi hlutfallslega minna í iðgjöld til endurtryggjenda. Eigin tjón tímabilsins voru 2.316 m.kr. á móti 2.125 m.kr. árið áður og hækkuðu um 9,0%. Hreinn rekstrarkostnaður var 478 m.kr. á móti 435 m.kr. árið áður og hækkaði um 9,9%. Fjárfestingatekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur voru 302 m.kr. á móti 550 mkr. reiknaðar með sama hætti árið áður og lækkuðu um 45,1%. Hagnaður af fjármálarekstri var 154 m.kr. á móti 170 m.kr. árið áður. Undir liðnum önnur gjöld er gjaldfærsla á afskrift á viðskiptavild vegna kaupa á Tryggingu hf. að fjárhæð kr. 56 m.kr.. Bókfært verð hlutabréfaeignar félagsins í félögum skráðum í Kauphöll Íslands er 5.176 m.kr. en skráð sölugengi þeirra 30. júní var 6.356 m.kr.

Afkoma félagsins. Að teknu tilliti til minnkandi fjármunatekna, aukinna afskrifta viðskiptakrafna og fjárfestinga og altjóns á ms Guðrúnu Gísladóttur er það mat stjórnenda félagsins, að afkoma tímabilsins sé viðunandi. Hér að neðan er yfirlit yfir rekstrarafkomu einstakra greinaflokka vátrygginga.
Tap af rekstri eignatrygginga var 35,7 m.kr. Það er talsvert betri niðurstaða en árið áður þegar tapið var 157,3 m.kr, en er ekki ásættanlegt. Huga þarf betur að rekstrargrundvelli greinarinnar. Tjónaþungi er mikill og viðvarandi í fjölskyldu og fasteignatryggingum, og stór brunatjón virðast algengari en áður var. Iðgjöld voru hækkuð á þessum greinum á síðasta ári, en óvíst er hvort það hafi dugað til að rétta við reksturinn. Tap í sjó-, flug- og farmtryggingum var 46,0 m.kr. en hagnaður hefur verið af rekstri þessarar greinar undanfarin ár. Þetta tap má rekja til tveggja stórra tjóna sem urðu á tímabilinu, meðal annars tjónsins á ms Guðrúnu Gísladóttur sem sökk við Norgesstrendur í júní sl. Vænta má betri niðurstöðu af rekstri greinarinnar seinni hluta ársins. Hagnaður af ökutækjatryggingum var 145,8 m.kr. Tíðni slysa og óhappa í umferðinni það sem af er árinu er hærri en á sama tíma í fyrra en er heldur lægri en árin þar á undan. Tjónafjárhæðir hafa hins vegar ekki hækkað til jafns við fjölgun tjóna og þá er matsþróun eldri tjóna í greininni jákvæð sem saman mynda hagnað í greininni. Það ber að hafa í huga að ökutækjatryggingar er lang stærsta vátryggingagreinin með rétt um helming iðgjalda félagsins. Það skiptir því miklu máli fyrir afkomu félagsins hvernig til tekst með rekstur þeirrar greinar. Tap af rekstri ábyrgðartrygginga var 35,5 m.kr. og hagnaður af rekstri slysa- og sjúkratrygginga var 122,3 m.kr. sem er nokkuð umfram væntingar.

Rekstrarafkoma einstakra greinaflokka vátrygginga:

Tafla er sýnir rekstrarafkomu einstakra greinaflokka
2002
2001
2000
1999
Fjárhæðir eru í milljónum krónum
janúar-júní
janúar-júní
janúar-júní
janúar-­júní
Eignatryggingar
( 35,7 )
( 157,3 )
40,3
37,6
Sjó-, flug- og farmtryggingar
( 46,0 )
67,8
50,1
126,5
Lögboðnar ökutækjatryggingar
149,2
60,6
( 123,1 )
( 180,8 )
Aðrar ökutækjatryggingar
( 3,4 )
45,7
( 17,9 )
( 7,4 )
Ábyrgðartryggingar
( 35,3 )
73,8
99,4
67,7
Slysa- og sjúkratryggingar
122,3
42,5
45,0
49,7
Endurtryggingar
( 7,1 )
17,7
19,7
53,7
Samtals:
144,0
150,8
113,5
147,0


Rekstrarhorfur. Mjög erfitt er að áætla rekstrarhorfur til skamms tíma hjá vátryggingafélagi þar sem langstærsti gjaldaliður félagsins, tjónin, eru háð miklum sveiflum.
Það er mat stjórnenda félagsins að hagnaður af rekstri félagsins á síðari hluta ársins verði svipaður og á fyrri hluta ársins.

Árshlutauppgjör TM 30.06.2002. (pdf skjal, 379 kb, Táknmynd fyrir skjal sem er ekki að fullu aðgengilegt í skjálesara )