Nýtt skipurit TM hf.

30. jan. 2020

Þann 7. janúar sl. tilkynnti TM hf. (TM) að kaupum á Lykli fjármögnun hf. (Lykill) væri lokið og að eftirleiðis myndi starfsemi TM skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar. Í samræmi við stefnu TM og markmið með kaupunum verður innleitt nýtt skipurit hjá félaginu sem endurspeglar nýjar áherslur og mun gera TM kleift að sækja fram í fjölbreyttri og framsækinni fjármálaþjónustu fyrir viðskiptavini samstæðunnar.

Nýtt skipurit tekur gildi 1. febrúar nk. og stefnt er að því að öll starfsemi samstæðunnar verði flutt í höfuðstöðvar TM í Síðumúla 24 fyrir 1. mars.Skipurit-2020Samkvæmt nýju skipuriti skipa eftirtaldir framkvæmdastjórn TM:

Markús Hörður Árnason verður framkvæmdastjóri fjárfestinga. Hann er forstöðumaður fjárfestinga hjá TM.

Lilja Dóra Halldórsdóttir verður framkvæmdastjóri fjármögnunar. Hún er framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf.

Hjálmar Sigurþórsson verður framkvæmdastjóri trygginga. Hann er framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar og erlendra viðskipta hjá TM.

Garðar Þorsteinn Guðgeirsson verður framkvæmdastjóri þróunar. Hann er framkvæmdastjóri áhættuverðlagningar hjá TM.

Óskar Baldvin Hauksson verður áfram framkvæmdastjóri fjármála og reksturs.