Skrifstofur TM lokaðar fyrir hádegi vegna veðurs

13. feb. 2020

Raud-vidvorunRík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7-11 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.

Við munu því hafa lokað í fyrramálið og hvetjum fólk til að leggja ekki af stað til vinnu á þessum tíma. Við stefnum að því að opna skrifstofur okkar klukkan 13:00 en fylgjumst með framvindu veðursins og metum aðstæður í hverjum landshluta eftir veðri.

Neyðarsími vegna tjóna er alltaf opinn í síma 800-6700. Einnig er hægt að tilkynna tjón á vefnum hvenær sem er.