Snjallir skynjarar fyrir viðskiptavini TM

15. júl. 2019

TM býður nú viðskiptavinum sínum með heima- og/eða fasteignatryggingar snjalla skynjara að gjöf. Um tvær gerðir skynjara er að ræða sem báðar tengjast Wi-Fi neti heimilisins, annars vegar snjalla rafhlöðu sem sendir boð í farsíma ef reykskynjarinn fer í gang og hinsvegar skynjara sem sendir boð í farsíma ef vatnsleka verður vart.

Tækin koma frá bandaríska fyrirtækinu Roost og hafa sannað sig um allan heim. Það er okkar trú að þessi tæki geti aukið öryggi heimila viðskiptavina okkar og fyrirbyggt tjón.

Tækin verða eingöngu í boði í gegnum TM appið. Í TM appinu geta þeir viðskiptavinir sem eru með heima- og/eða fasteignatryggingar valið hvort þeir vilji annan skynjarann eða báða og hvort þeir vilji sækja eða fá sent á pósthús.
Athugið að þeir sem hafa nú þegar sett upp appið gætu þurft að uppfæra appið til að fá upp pöntunarmöguleika á skynjurunum.

Sæktu TM appið á App Store eða Google Play

Sæktu appið í App StoreSæktu appið á Google Play

Roost-battery_1563186178677Snjöll rafhlaða

  • Þú færð boð í símann ef reykskynjarinn fer af stað
  • Engin pirrandi píp um miðjar nætur
  • Virkar með Wi-Fi netinu þínu
  • Þú færð boð í símann þegar rafhlaðan er að tæmast
  • Rafhlaðan dugir í 3-5 ár

 

Roost-vatnsskynjari_1563186178680Snjall vatnsleka- og frostskynjari

  • Skynjar vatnsleka og sendir boð í síma
  • Frostviðvörun fyrirbyggir frosnar leiðslur
  • Stillanleg hita- og rakaviðmið
  • Tengist Wi-Fi netinu á nokkrum mínútum
  • Rafhlöður duga í 3 ár. (AAA rafhlöður fylgja)