TM er fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2019

17. maí 2019

Vr-fyrirmyndar-fyrirtaeki-2019TM er fyrirmyndarfyrirtæki ársins stórra fyrirtækja samkvæmt árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem kynnt var í gær 16. maí. Fimmtán efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna fyrirmyndarfyrirtæki.

Fyrirtækin voru valin samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar meðal 35 þúsunda starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Alls bárust um 12 þúsund svör. VR hefur staðið fyrir könnuninni í tvo áratugi en markmið hennar er að leita upplýsinga um viðhorf starfsmanna til vinnustaðar síns. Könnunin er einnig vettvangur starfsmanna til að segja stjórnendum hvað vel er gert og hvað betur mætti fara.

Horft er til níu lykilþátta í starfsumhverfi fyrirtækja; stjórnunar, starfsanda, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika vinnu, sjálfstæðis í starfi, ímyndar fyrirtækis, jafnréttis og hvort starfsmenn séu stoltir og ánægðir af starfsemi vinnustaðarins.

Fyrirmyndarfyrirtaeki2019Hér má sjá fulltrúa þeirra 15 fyrirmyndafyrirtækja sem höfnuðu efst í hópi stórra fyrirtækja taka við viðurkenningu frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR.