TM fær tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

6. mar. 2020

Í dag var tilkynnt hvaða vefir eða stafrænu lausnir hlutu tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna, sem haldin verða 13. mars næstkomandi. TM hlaut tvær tilnefningar, fyrir Vádísi - Sýndarráðgjafa við kaup á tryggingum í flokknum Söluvefur ársins og fyrir TM appið í flokknum App ársins.

Íslensku vefverðlaunin

Íslensku vefverðlaunin verða veitt í 12 flokkum á uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi þann 13. mars á Hilton Hótel Nordica. Verðlaunaafhendingin er haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) með það að markmiði að efla vefiðnað á Íslandi, verðlauna bestu vefina og stafrænar lausnir og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

VadisVádís

TM er tilnefnt í flokknum Söluvefur ársins fyrir Vádísi sem er sjálf­virk þjón­usta þar sem neyt­end­ur fá strax verð í allar helstu tryggingar heimilisins og geta klárað ferlið frá upphafi til enda, allt til uppsagnar hjá öðru tryggingafélagi, á örfáum mínútum og án aðkomu sölumanns.

Fimm tilnefningar eru í hverjum flokki og auk Vádísar eru einnig tilnefndir vefir Dohop, Dominos, Icelandair og vefverslunar Nova.

TM appið

TM er einnig tilnefnt í flokknum App ársins fyrir TM appið.  TM appið er fyrsta app sinnar tegundar á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þar er m.a. hægt að fá tjónið bætt á 60 sekúndum auk þess sem þar er aðgengilegt yfirlit yfir allar tryggingar, hvað þær innifela, iðgjöld og fleira. Þar er líka hægt að staðfesta gildandi ferðatryggingu á ferðalögum erlendis og panta ókeypis snjallskynjara fyrir heimilið.

Fimm tilnefningar eru í hverjum flokki og auk TM appsins er einnig tilnefnt App Icelandair, Arion appið, Hopp appið og Landsbankaappið.

Á vef Vísis má finna nánari upplýsingar um alla sem tilnefndir eru.