TM með málstofu á Arctic Circle ráðstefnunni

14. okt. 2019

TM tók þátt í alþjóðlegu ráðstefnunni Arctic Circle sem haldin var í Hörpu 10.-12. október en þetta er í sjö­unda sinn sem ráðstefn­an er hald­in hér á landi. Í ár sóttu um 2000 þátt­tak­end­ur ráðstefn­una frá 50-60 lönd­um. Í 188 mál­stof­um með rúm­lega 600 ræðumönn­um birtist hin nýja heims­mynd sem nú er í mót­un þar sem norður­slóðir eru í vax­andi mæli vett­vang­ur allra helstu for­ystu­ríkja ver­ald­ar.

Á ráðstefn­unni voru rædd ýmis mál­efni sem snúa að norður­slóðum. Til­gang­ur Arctic Circle er að skapa þverfag­leg­an vett­vang­ fyr­ir vís­inda­menn, stjórn­mála­menn, at­vinnu­lífið og al­menn­ing til skoðana­skipta. Stefna skipu­leggj­enda hef­ur frá upp­hafi verið að blanda ekki deilu­mál­um í öðrum heims­hlut­um inn í umræðuna um norður­slóðir.

Framlag TM til ráðstefnunnar var málstofa þar sem Dance Zurovac-Jevtic yfirloftslagssérfræðingur Sirius International Insurance Company fjallaði um sýn sína á áhrif loftslagsbreytinga sem leiða til aukinna öfga í veðri og hvað það þýðir fyrir trygginga- og endurtryggingabransann.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá málstofunni. En þar kynnir Hjálmar Sigurþórsson framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar og erlendra viðskipta hjá TM, Dance Zurovac-Jevtic til leiks og eftir fyrirlestur hennar taka við pallborðsumræður.

Málstofa TM á Arctic Circle