TM mót Stjörnunnar í handbolta

3. des. 2019

Tm-handboltiTM mót Stjörnunnar í handbolta var haldið sunnudaginn 1. desember 2019 í TM höllinni í Garðabæ. Mótið heppnaðist afar vel en um 500 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman. 

Þátttakendur fóru glaðir heim eftir skemmtilegan dag með medalíu og bolta frá TM.

Foreldrar geta nálgast ókeypis myndir af liðunum sem tóku þátt á vef Draumaliðsins með því að smella á hlekkinn "Sækja mynd" er fylgir hverri mynd.

Liðsmyndir - TM mót Stjörnunnar 8. flokkur