TM mótið í Eyjum í ár fjölmennasta mótið til þessa

16. jún. 2020

104002483_309345480460230_3189164931903810508_oTM mótið í Eyjum fór fram dagana 10.-13. júní en mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1990 fyrir stelpur í 5. flokki í knattspyrnu. Í ár voru það tæplega 1.000 stelpur frá 30 félögum víðsvegar af landinu í samtals 100 liðum sem kepptu og hafa þau aldrei verið fleiri.

Stelpurnar spiluðu ekki bara fótbolta, þær tóku þátt í hæfileikakeppni, fóru í bátsferð og skemmtu sér saman. Allir keppendur fengu þátttökupening. Valinn var einn fulltrúi frá hverju félagi sem tók síðan þátt í landsleik mótsins á föstudeginum. Í lokin stóðu uppi 12 lið sem bikarhafar á mótinu, valið var lið mótsins og prúðmennska og háttvísi voru verðlaunuð.

Á lokahófinu fengu Selfyssingar háttvísiverðlaun, Álftanes var valið prúðasta liðið. Lið mótsins var kynnt og urðu eftirfarandi fyrir valinu:

  • Fjóla Rut Zoega Hreiðarsson Afturelding
  • Margrét Ellertsdóttir Þróttur R.
  • María Sól Magnúsdóttir Fjölnir
  • Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir KA
  • Arnfríður Auður Arnarsdóttir Grótta
  • Elísabet Rut Sigurjónsdóttir ÍBV
  • Rakel Beta Sigurðardóttir ÍR
  • Edith Kristín Kristjánsdóttir Breiðablik
  • Thelma Karen Pálmadóttir FH
  • Högna Þóroddsdóttir Stjarnan

Við þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum kærlega fyrir frábært mót.