TM styður Ungar athafnakonur

6. feb. 2018

TM hefur gert samstarfssamning við félagið Ungar athafnakonur (UAK) og verður styrktaraðili ráðstefnu UAK sem verður haldin í Hörpu þann 10. mars nk.

Félagið Ungar athafnakonur var stofnað í maí 2014 og hefur að markmiði að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Félagið er jafnframt vettvangur fyrir konur sem vilja skara fram úr á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að eyða vandamálum sem ungar konur á vinnumarkaði standa frammi fyrir í dag.

Markmið UAK eru í miklu samræmi við áherslur TM í jafnréttismálum og þess vegna er mjög ánægjulegt fyrir TM að vera í hópi styrktaraðila félagsins.

IMG_5030-b

Sigurður Viðarsson og Sigyn Jónsdóttir formaður UAK undirrita samstarfssamninginn