TM styttir vinnuvikuna og breytir opnunartíma

27. nóv. 2019

TM-Iceland9161--Large-Frá og með 1. desember tekur gildi stytting vinnuvikunnar hjá starfsólki TM eins og síðustu kjarasamningar kveða á um.  Samhliða mun verða breyting á opnunartíma aðalskrifstofu TM í Síðumúla og í útibúum á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ.

Í sam­ráði við starfs­fólk var ákveðið að vinnutíminn yrði styttur um 45 mín­út­ur á föstudögum en auk þess býðst starfsfólki að sleppa kaffitíma á föstudögum og stytta daginn enn frekar.

Skrifstofurnar munu verða opnar frá 9 til 16 alla virka daga nema föstudaga, en þá verður opið frá 9 til 15.

Við viljum benda á að utan opnunartíma er neyðarsími vegna tjóna alltaf opinn í síma 800-6700. Einnig er hægt að tilkynna tjón eða fá yfirlit yfir allar tryggingar hér á vefnum eða í TM appinu hvenær sem er sólarhringsins.