Uppgjör annars ársfjórðungs 2018

Tap TM á öðrum ársfjórðungi nam 140 milljónum króna.

23. ágú. 2018

Á stjórnarfundi þann 23. ágúst 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM annað árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2018. Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins.                               

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

"Afkoma TM á öðrum ársfjórðungi var lakari en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi árs. Stór tjón ásamt auknum tjónaþunga almennt setja mark sitt á uppgjörið og var samsett hlutfall 109,9%. Samsett hlutfall s.l. 12 mánuði er þá komið í 101,4%. Þá hafa verðbréfamarkaðir verið þungir og skiluðu skráð hlutabréf neikvæðri ávöxtun á fjórðungnum. Ávöxtun fjárfestingaeigna TM á öðrum ársfjórðungi var 1,2% sem verður að teljast ákveðinn varnarsigur í erfiðu árferði. Rekstrarspá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga hefur verið uppfærð og gerir félagið nú ráð fyrir að samsett hlutfall verði 97% til næstu 12 mánaða og að ávöxtun fjárfestinga verði 8,3%.”

Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2018 voru eftirfarandi:

  2F 2018 2F 2017 ∆% 1H 2018 1H 2017 ∆%
Eigin iðgjöld 3.851 3.754 97 3%  7.638 7.228 409 6% 
Fjárfestingartekjur 334 1.268 (934) ( 74% ) 1.071 2.594 (1.523) ( 59% )
Aðrar tekjur 31 11 20 173%  39 24 15 65% 
Heildartekjur 4.216 5.033 (817) ( 16% ) 8.748 9.846 (1.098) ( 11% )
Eigin tjón (3.442) (3.227) (215) 7%  (6.735) (6.079) (656) 11% 
Rekstrarkostnaður (901) (832) (69) 8%  (1.877) (1.798) (80) 4% 
Fjármagnsgjöld (41) (48) 7 ( 15% ) (91) (83) (8) 10% 
Virðisrýrnun fjáreigna (29) (26) (4) 15%  19 (3) 22 ( 837% )
Heildargjöld (4.413) (4.132) (281) 7%  (8.684) (7.962) (722) 9% 
Hagnaður fyrir tekjuskatt (197) 901 (1.099) ( 122% ) 64 1.883 (1.820) ( 97% )
Tekjuskattur 57 8 50 631%  85 (8) 93 ( 1.159% )
Hagnaður (tap) (140) 909 (1.049) ( 115% ) 149 1.875 (1.726) ( 92% )

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Samsett hlutfall á öðrum ársfjórðungi var 109,9%.

Samsett hlutfall TM á öðrum ársfjórðungi 2018 var nokkuð hærra en á sama tímabili á síðasta ári, eða 109,9% samanborið við 105,6% árið 2017. Áður birt rekstrarspá félagsins hafði gert ráð fyrir 100% samsettu hlutfalli á tímabilinu, en með afkomuviðvörun þann 12. júlí sl. tilkynnti félagið að vegna aukningar í tjónakostnaði gerði félagið ráð fyrir samsettu hlutfalli um 109% á fjórðungnum. Samsett hlutfall TM síðustu 12 mánuði er 101,4%.

Verri afkoma af vátryggingastarfsemi á fjórðungnum og fyrri helmingi ársins skýrist einkum af hærra tjónshlutfalli í eignatryggingum, ábyrgðartryggingum og skipatryggingum. Eigin iðgjöld fyrri árshelmings vaxa um 5,7% á milli ára á meðan eigin tjón hækka um 10,8%. Hagnaður TM fyrstu sex mánuði ársins er 149 m.kr. eftir skatta og framlegð af vátryggingastarfsemi var neikvæð um 753 m.kr.

Kostnaðarhlutfall félagsins á öðrum ársfjórðungi var 20,6% samanborið við 19,6% á sama tímabili 2017. Kostnaðarhlutfall síðustu 12 mánuði er 20,1% og gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutfall næstu 12 mánuði verði 19%.

Ásættanlegar fjárfestingartekjur á krefjandi markaði

Fjárfestingartekjur námu 334 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2018 sem jafngildir 1,2% ávöxtun. Áfram var góð afkoma af óskráðum hlutabréfum en skráð hlutabréf og hlutabréfasjóðir skiluðu mjög lélegri afkomu. Ávöxtun fjárfestingaeigna var með ágætum þegar tekið er tillit til þess að innlendir verðbréfamarkaðir skiluðu heilt yfir neikvæðri ávöxtun á fjórðungnum samanber markaðsvísitölu Gamma sem lækkaði um 0,3% á tímabilinu.

Fjárfestingartekjur á öðrum ársfjórðungi voru talsvert undir spá félagsins sem gerði ráð fyrir að fjárfestingartekjur myndu nema 620 m.kr. Þessi mikli munur skýrist nær eingöngu af verri afkomu af skráðum hlutabréfum og sjóðum sem og af öðrum verðbréfum, en afkoma þessara eignaflokka var samtals neikvæð um 218 m.kr.

Fjárfestingartekjur á fyrri helmingi ársins nema 1.071 m.kr. sem jafngildir 3,9% ávöxtun. Til samanburðar hækkaði markaðsvísitala Gamma um 2,3% á tímabilinu. Á seinni helmingi ársins er gert ráð fyrir að fjárfestingartekjur nemi 1.069 m.kr. en spá fyrir þriðja og fjórða ársfjórðung hefur verið færð niður. Þannig hefur spá fyrir þriðja ársfjórðung verið færð niður um 130 m.kr. og skýrist það aðallega af væntingum um verri afkomu af skráðum hlutabréfum og sjóðum, enda hefur innlendur hlutabréfamarkaður lækkað það sem af er ársfjórðungnum. Þá hefur spá fyrir fjórða ársfjórðung verið lækkuð um tæpar 90 m.kr. vegna væntinga um lægri afkomu af óskráða hlutabréfasafninu. Undanfarið hafa átt sér stað miklar breytingar á tveimur stærstu óskráðu hlutabréfaeignunum en þær telja um 44% af óskráðum hlutabréfum. Nú liggur fyrir að kaup N1 á SF V hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu og fjárfestingin í S121 er í dag að stærstu leyti óbein fjárfesting í handbæru fé. Vegna framangreinds væntum við ekki sömu ávöxtunar af óskráða eignasafninu, sem skýrir lækkunina á spánni um fjárfestingartekjur á fjórða ársfjórðungi.

Lykiltölur annars ársfjórðungs 2018 voru eftirfarandi:

  2F 2018 2F 2017 1H 2018 1H 2017
Hagnaður á hlut (kr.) (0,21) 1,35 0,22 2,77
Arðsemi eigin fjár (m.v.12m) ( 4,3% ) 32,8% 2,3% 32,8% 
Eiginfjárhlutfall 33,7% 35,9% 33,7% 35,9% 
Handbært fé frá rekstri (116) 273  645  419  
Vátryggingastarfssemi        
Tjónshlutfall 89,4% 85,9% 88,2% 84,1% 
Kostnaðarhlutfall 20,6% 19,6% 21,7% 21,9% 
Samsett hlutfall 109,9% 105,6% 109,9% 106,0% 
Rekstrarafkoma (213) 35 (327) (38)
Framlegð (383) (210) (753) (435)
Fjárfestingar        
Ávöxtun fjáreigna 1,2%  4,9%  3,9%  10,2% 

Fjárhæðir eru í milljónum króna 

Rekstrarspá

Rekstrarspá félagsins fyrir 2018 hefur verið endurskoðuð og er gert ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði 1.086 m.kr. og samsett hlutfall 103%. Reiknað er með að ávöxtun fjáreigna á árinu verði 7,8%.

  3F 2018 4F 2018 1F 2019 2F 2019 Samtals S 2018 2017 ∆%
Eigin iðgjöld 4.122 3.876 4.068 4.240 16.307 15.636 14.985 652 4% 
Fjárfestingartekjur 324 745 388 872 2.330 2.141 3.750 (1.609) ( 43% )
Aðrar tekjur 8 8 8 7 31 54 37 18 48% 
Heildartekjur 4.455 4.629 4.464 5.119 18.667 17.832 18.771 (940) ( 5% )
Eigin tjón (3.080) (3.105) (3.333) (3.216) (12.734) (12.920) (11.873) (1.048) 9% 
Rekstrarkostnaður (845) (899) (936) (890) (3.570) (3.620) (3.405) (216) 6% 
Fjármagnsgjöld (43) (44) (43) (43) (174) (178) (162) (17) 10% 
Virðisrýrnun útlána (3) (43) (0) (2) (48) (27) (126) 99 ( 79% )
Heildargjöld (3.971) (4.090) (4.313) (4.152) (16.526) (16.746) (15.565) (1.181) 8% 
Hagnaður fyrir tekjuskatt 483 539 152 968 2.142 1.086 3.207 (2.121) ( 66% )

 

  3F 2018 4F 2018 1F 2019 2F 2019 Samtals S 2018 2017
Vátryggingastarfssemi              
Tjónshlutfall 75% 80% 82% 76% 78% 83% 79%
Kostnaðarhlutfall 18% 20% 20% 18% 19% 20% 20%
Samsett hlutfall 93% 100% 102% 94% 97% 103% 99%
Framlegð 300 (11) (80) 243 453 (464) 102
Fjárfestingar              
Ávöxtun fjáreigna 1,2%  2,6%   1,3% 3,0%  8,3%  7,8%  14,9% 

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Kynningarfundur kl. 08:30 föstudaginn 24. ágúst

TM bauð til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi 2018 þann 24. ágúst kl. 08:30. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnti Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svararaði spurningum.

Kynningarfundur

Fjárhagsdagatal 2018

3. ársfjórðungur: 25. október 2018.

4. ársfjórðungur: 15. febrúar 2019.


Árshlutareikngur - 2. ársfjórðungur 2018

Fjárfestakynning