Uppgjör annars ársfjórðungs 2019

Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi nam 1.337 milljónum króna.

22. ágú. 2019

Á stjórnarfundi þann 22. ágúst 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM annað árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

Mjög góð afkoma TM á öðrum ársfjórðungi skýrist einkum af góðri ávöxtun fjárfestingaeigna. Þá var einnig ágætis framlegð af vátryggingastarfseminni þar sem mikil bæting varð frá fyrra ári. Samkvæmt uppfærðri rekstrarspá fyrir árið 2019 gerir félagið nú ráð fyrir að hagnaður ársins fyrir tekjuskatt verði um 2,7 milljarðar króna.

TM og Klakki ehf. hófu einkaviðræður um kaup TM á Lykli fjármögnun hf. þann 21. júlí s.l. Gefa aðilar sér 8 vikur frá þeim tíma til að ljúka viðræðum. Það mun því liggja fyrir um miðjan september hver niðurstaðan verður. TM sér mikil tækifæri í þessum kaupum og þeim möguleikum sem þau skapa til útvíkkunar núverandi starfsemi félagsins.

Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2019 voru eftirfarandi:

  2F 2019 2F 2018 ∆% 1H 2019 1H 2018 ∆%
Eigin iðgjöld 3.992 3.851 141 3,7%  7.806 7.638 168 2,2% 
Fjárfestingatekjur 1.483 334 1.150 344,4%  2.435 1.071 1.364 127,3% 
Aðrar tekjur 8 31 (23) ( 75,5% ) 16 39 (23) ( 59,2% )
Heildartekjur 5.483 4.216 1.267 30,1%  10.257 8.748 1.509 17,3% 
Eigin tjón (3.093) (3.442) 349 ( 10,1% ) (6.409) (6.735) 326 ( 4,8% )
Rekstrarkostnaður (877) (901) 24 ( 2,7% ) (1.770) (1.877) 107 ( 5,7% )
Fjármagnsgjöld (65) (41) (24) 57,7%  (116) (91) (25) 27,1% 
Virðisrýrnun fjáreigna (7) (29) 23 ( 77,7% ) (66) 19 (85) -
Heildargjöld (4.041) (4.413) 373 ( 8,4% ) (8.361) (8.684) 323 ( 3,7% )
Hagnaður fyrir tekjuskatt 1.442 (197) 1.640 - 1.896 64 1.832
Tekjuskattur (106) 57 (163) - (126) 85 (212) -
Hagnaður (tap) 1.337 (140) 1.477 - 1.770 149 1.621 -
                 
Fjárhæðir eru í milljónum króna.              

Samsett hlutfall á öðrum ársfjórðungi var 96,8%.

Afkoma TM á öðrum ársfjórðungi 2019 var umtalsvert betri en á sama tímabili fyrra árs og samsett hlutfall var 96,8% samanborið við 109,9%. Rekstrarspá félagsins gerði ráð fyrir að samsett hlutfall á tímabilinu yrði 96%. Samsett hlutfall TM síðustu 12 mánuði er 100,1% og spár gera ráð fyrir að samsett hlutfall ársins 2019 verði 99,5%.

Bætt afkoma af slysatryggingum og sér í lagi eignatryggingum skýrir þann viðsnúning sem hefur orðið í vátryggingastarfsemi á fjórðungnum samanborið við síðasta ár. Eigin iðgjöld vaxa um 3,7% á milli ára og eigin tjón lækka um 10,1%. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi nam 1.337 m.kr. eftir skatta, samanborið við tap upp á 140 m.kr. á sama tímabili 2018, og framlegð af vátryggingastarfsemi var jákvæð um 126 m.kr.

Kostnaðarhlutfall félagsins á öðrum ársfjórðungi var 19,4% samanborið við 20,6% á sama tímabili 2018. Kostnaðarhlutfall síðustu 12 mánuði er 19,1% og gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutfall næstu 12 mánuði verði 18,6%.

Mjög góð ávöxtun af fjárfestingum á fjórðungnum - uppfærð spá fjárfestingatekna fyrir árið 2019.

Fjárfestingatekjur námu 1.483 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2019 sem jafngildir 4,9% ávöxtun. Þetta eru hæstu fjárfestingatekjur TM á einum fjórðungi frá skráningu félagsins 2013.

Innlendir verðbréfamarkaðir voru hagfelldir á öðrum ársfjórðungi en markaðsvísitala Gamma hækkaði um 4,9% á fjórðungnum. Mjög góð afkoma var af skráðum og óskráðum hlutabréfum en afkoma af þessum eignaflokkum skýrir tæplega tvo þriðju af fjárfestingatekjum fjórðungsins. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var 14,0% á tímabilinu en til samanburðar hækkaði hlutabréfavísitala Gamma um 7,2% á sama tíma. Þá skýrist góð ávöxtun af óskráðum hlutabréfum m.a. af sölu á eignarhlut félagsins í HSV eignarhaldsfélagi.

Fjárfestingatekjur á öðrum ársfjórðungi voru töluvert umfram spá sem gerði ráð fyrir 846 m.kr. tekjum. Þetta hefur í för með sér að spá fyrir fjárfestingartekjur á árinu 2019 hefur verið hækkuð úr 3.043 m.kr. upp í 3.337 m.kr. þrátt fyrir að þróun á mörkuðum hafi verið frekar óhagfelld það sem af er þriðja fjórðungi.

Lykiltölur annars ársfjórðungs 2019 voru eftirfarandi:

  2F 2019 2F 2018 1H 2019 1H 2018
Hagnaður á hlut (kr.) 1,97 (0,21) 2,61 0,22
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 45,7% -4,3% 28,2% 2,3%
Eiginfjárhlutfall 35,0% 33,7% 35,0% 33,7%
Handbært fé frá rekstri 629 (116) 1.845 645
Vátryggingastarfssemi        
Tjónshlutfall 77,5% 89,4% 82,1% 88,2%
Kostnaðarhlutfall 19,4% 20,6% 20,0% 21,7%
Samsett hlutfall 96,8% 109,9% 102,1% 109,9%
Rekstrarafkoma 409 (213) 194 (327)
Framlegð 126 (383) (161) (753)
Fjárfestingar        
Ávöxtun fjáreigna 4,9% 1,2% 8,4% 3,9%
         
Fjárhæðir eru í milljónum króna      

Rekstrarspá

Rekstrarspá félagsins gerir ráð fyrir að hagnaður ársins fyrir tekjuskatt verði 2.716 m.kr. og samsett hlutfall verði 99,5%. Næstu fjóra fjórðunga gerir spáin ráð fyrir að samsett hlutfall verði 98,1%, framlegð vátrygginga verði 306 m.kr. og ávöxtun fjáreigna verði 6,9%.

  3F 2019 4F 2019 1F 2020 2F 2020 Samtals S 2019 2018 ∆%
Eigin iðgjöld 4.097 4.023 4.074 4.202 16.395 15.926 15.648 278 2% 
Fjárfestingar og aðrar tekjur 215 701 572 703 2.192 3.367 1.868 1.499 80% 
Heildartekjur 4.312 4.724 4.646 4.905 18.587 19.293 17.516 1.777 10% 
Eigin tjón (3.294) (3.100) (3.425) (3.216) (13.035) (12.804) (13.136) 332 ( 3% )
Rekstur og annar kostnaður (871) (951) (951) (942) (3.715) (3.773) (3.680) (94) 3% 
Heildargjöld (4.165) (4.052) (4.376) (4.159) (16.751) (16.577) (16.816) 239 ( 1% )
Hagnaður fyrir tekjuskatt 147 673 270 746 1.836 2.716 700 2.016 288% 
                   
                   
  3F 2019 4F 2019 1F 2020 2F 2020 Samtals S 2019 2018    
Vátryggingastarfssemi                  
Tjónshlutfall 80,4% 77,1% 84,0% 76,6% 79,5% 80,4% 83,9%    
Kostnaðarhlutfall 17,5% 19,2% 19,3% 18,6% 18,6% 19,1% 19,9%    
Samsett hlutfall 97,9% 96,3% 103,3% 95,1% 98,1% 99,5% 103,8%    
Framlegð 86 149 (134) 206 306 74 (609)    
Fjárfestingar        
       
Ávöxtun fjáreigna 0,7% 2,2% 1,7% 2,1% 6,9% 11,5% 6,6%    
                   
Fjárhæðir eru í milljónum króna.                

Kynningarfundur kl. 16:15 fimmtudaginn 22. ágúst.

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi þann 22. ágúst  kl. 16:15. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnti Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svaraði spurningum.

Fjárfestakynning

Fjárhagsdagatal 2019.

3. ársfjórðungur:  23. október 2019.

4. ársfjórðungur:  13. febrúar 2020.

Aðalfundur 2020: 12. mars 2020.


Árshlutareikningur - 2. ársfjórðungur 2019
Fjárfestakynning