Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2019

Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi nam 433 milljónum króna

14. maí 2019

Á stjórnarfundi þann 14. maí 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

Mjög góð afkoma á fyrsta fjórðungi skýrist fyrst og fremst af góðri ávöxtun eignasafns TM. Ávöxtun fjárfestingaeigna nam 3,3% á fjórðungnum og var verulega umfram okkar væntingar. Samsett hlutfall var 107,5% og lækkar um rúm tvö prósentustig frá fyrra ári vegna lækkunar á kostnaðarhlutfalli. Ánægjulegt er að sjá hversu vel gengur að halda rekstrarkostnaði í hófi og gerum við ráð fyrir að kostnaðarhlutfall ársins verði 19%. Það eru ákveðin vonbrigði að tjónshlutfallið skuli ekki lækka á milli ára en rekstrarspá félagsins gerir enn ráð fyrir 97% samsettu hlutfalli á árinu 2019. Vegna góðrar ávöxtunar á fyrsta ársfjórðungi og það sem af er öðrum ársfjórðungi hefur rekstrarspá ársins verið uppfærð og gerum við nú ráð fyrir að hagnaður ársins fyrir skatta verði 2,8 milljarðar.

Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2019 voru eftirfarandi:

  1F 2019 1F 2018 ∆%
Eigin iðgjöld 3.814 3.787 27 0,7% 
Fjárfestingatekjur 952 738 214 29,0% 
Aðrar tekjur 8 8 0 5,9% 
Heildartekjur 4.774 4.532 242 5,3% 
Eigin tjón (3.317) (3.294) (23) 0,7% 
Rekstrarkostnaður (893) (976) 83 ( 8,5% )
Fjármagnsgjöld (51) (50) (1) 2,1% 
Virðisrýrnun fjáreigna (59) 49 (108) ( 220,8% )
Heildargjöld (4.320) (4.271) (49) 1,2% 
Hagnaður fyrir tekjuskatt 454 261 192 73,7% 
Tekjuskattur (21) 28 (49) ( 174,3% )
Hagnaður (tap) 433 289 144 49,7% 

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Samsett hlutfall á fyrsta ársfjórðungi var 107,5%

Afkoma TM á fyrsta ársfjórðungi 2019 var nokkuð betri en á sama tímabili árið áður og samsett hlutfall var 107,5% samanborið við 109,8% árið 2018. Rekstrarspá félagsins gerði ráð fyrir að samsett hlutfall á tímabilinu yrði 105%. Samsett hlutfall TM síðustu 12 mánuði er 103,5% og spár gera ráð fyrir að samsett hlutfall ársins 2019 verði um 97%.

Afkoma af eignatryggingum og slysatryggingum batnar milli ára á meðan afkoma af ökutækjatryggingum, sjótryggingum og ábyrgðartryggingum hefur þróast til verri vegar. Eigin iðgjöld vaxa um 0,7% á milli ára og eigin tjón hækka sömuleiðis um 0,7%. Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi nam 433 m.kr. eftir skatta, samanborið við 289 m.kr. á sama tímabili 2018, og framlegð af vátryggingastarfsemi var neikvæð um 287 m.kr.

Kostnaðarhlutfall félagsins á fyrsta ársfjórðungi var 20,5% samanborið við 22,8% á sama tímabili 2018. Kostnaðarhlutfall síðustu 12 mánuði er 19,4% og gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutfall næstu 12 mánuði verði um 19%.

Góð ávöxtun af fjárfestingum á fyrsta ársfjórðungi

Fjárfestingatekjur námu 952 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem jafngildir 3,3% ávöxtun. Mjög góð afkoma var af óskráðum hlutabréfum og ágætis ávöxtun af skuldabréfum. Skráð hlutabréf og hlutabréfasjóðir skiluðu hins vegar slakri afkomu.

Markaðsvísitala Gamma hækkaði um 6,8% á fjórðungnum. Lægri ávöxtun eignasafns TM skýrist að mestu leyti af verri ávöxtun af skráðum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum sem lækkuðu um 2,8% á tímabilinu. Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði hins vegar um 14,1% sem skýrist nánast að öllu leyti af Marel, langstærsta skráða félaginu á markaði, sem hækkaði um 46% á fjórðungnum. TM naut þessarar hækkunar á Marel í gegnum óskráða hlutabréfaeign sína í Eyri.

Fjárfestingatekjur á fyrsta ársfjórðungi voru töluvert umfram spá sem gerði ráð fyrir 525 m.kr. tekjum. Þar að auki hefur þróun á mörkuðum verið hagfelld það sem af er öðrum fjórðungi. Þetta hefur þau áhrif að spá fyrir fjárfestingatekjur á árinu 2019 hefur verið hækkuð úr 2.538 m.kr. í 3.043 m.kr.

Lykiltölur fyrsta ársfjórðungs 2019 voru eftirfarandi:

  1F 2019 1F 2018
Hagnaður á hlut (kr.) 0,64 0,43
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 14,1% 9,0%
Eiginfjárhlutfall 32,1% 33,3%
Handbært fé frá rekstri 1.215 761
Vátryggingastarfssemi    
Tjónshlutfall 87,0% 87,0%
Kostnaðarhlutfall 20,5% 22,8%
Samsett hlutfall 107,5% 109,8%
Rekstrarafkoma (215) (114)
Framlegð (287) (371)
Fjárfestingar    
Ávöxtun fjáreigna 3,3% 2,6%

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Rekstrarspá

Rekstrarspá félagsins gerir ráð fyrir að hagnaður ársins fyrir tekjuskatt verði 2.803 m.kr. og samsett hlutfall verði 97%. Næstu fjóra fjórðunga gerir spáin ráð fyrir að samsett hlutfall verði 96%, framlegð vátrygginga verði 585 m.kr. og ávöxtun fjáreigna verði 8,9%.

  2F 2019 3F 2019 4F 2019 1F 2020 Samtals S 2019 2018 ∆%
Eigin iðgjöld 3.914 4.107 4.016 4.007 16.044 15.851 15.648 203 1% 
Fjárfestingar og aðrar tekjur 853 523 736 564 2.676 3.073 1.868 1.205 65% 
Heildartekjur 4.768 4.630 4.752 4.571 18.721 18.924 17.516 1.408 8% 
Eigin tjón (2.984) (3.039) (3.055) (3.405) (12.484) (12.395) (13.136) 741 ( 6% )
Rekstur og annar kostnaður (941) (866) (915) (911) (3.633) (3.726) (3.680) (46) 1% 
Heildargjöld (3.925) (3.905) (3.971) (4.316) (16.117) (16.121) (16.816) 695 ( 4% )
Hagnaður fyrir tekjuskatt 842 725 781 255 2.604 2.803 700 2.103 300% 

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

 

  2F 2019 3F 2019 4F 2019 1F 2020 Samtals S 2019 2018
Vátryggingastarfssemi              
Tjónshlutfall 76% 74% 76% 85% 78% 78% 84%
Kostnaðarhlutfall 20% 17% 18% 19% 19% 19% 20%
Samsett hlutfall 96% 91% 95% 104% 96% 97% 104%
Framlegð 154 356 220 (145) 585 443 (609)
Fjárfestingar              
Ávöxtun fjáreigna 2,8% 1,7% 2,4% 1,7% 8,9% 10,6% 6,6%

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Kynningarfundur kl. 16:15 þriðjudaginn 14. maí

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi þann 14. maí kl. 16:15. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnir Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svarar spurningum.

Árshlutareikning og kynningu á uppgjörinu er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Hægt er að fylgjast með fundinum í gegnum vefinn á slóðinni:

https://global.gotomeeting.com/join/502662037

Fjárhagsdagatal 2019

2. ársfjórðungur:  22. ágúst.
3. ársfjórðungur:  23. október.
4. ársfjórðungur:  13. febrúar 2020.
Aðalfundur 2020: 12. mars 2020.


Árshlutareikningur - 1. ársfjórðungur 2019

Fjárfestakynning