Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2018

Hagnaður TM á þriðja ársfjórðungi nam 208 milljónum króna

25. okt. 2018

Á stjórnarfundi þann 25. október 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM þriðja árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2018. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

“Afkoma TM á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum. Enn einn fjórðunginn lenti félagið í stóru tjóni sem litar afkomuna. Þá voru fjárfestingatekjur lægri en spáð hafði verið sökum erfiðra aðstæðna á innlendum hlutabréfamarkaði. Rekstrarspá félagsins hefur verið uppfærð og gerum við nú ráð fyrir að samsett hlutfall til næstu 12 mánaða verði 96% og ávöxtun fjárfestingaeigna 8,7%.”

Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs 2018 voru eftirfarandi:

  3F 2018 3F 2017 ∆% 9M 2018 9M 2017 ∆%
Eigin iðgjöld 4.095 4.049 46 1,1% 11.733 11.278 455 4,0%
Fjárfestingatekjur 238 41 197 482,9% 1.310 2.635 (1.325) ( 50,3% )
Aðrar tekjur 6 8 (2) ( 22,1% ) 45 32 13 42,5%
Heildartekjur 4.340 4.098 242 5,9% 13.088 13.944 (856) ( 6,1% )
Eigin tjón (3.255) (3.037) (218) 7,2% (9.990) (9.116) (874) 9,6%
Rekstrarkostnaður (777) (771) (6) 0,8% (2.655) (2.569) (85) 3,3%
Fjármagnsgjöld (50) (34) (16) 46,5% (141) (117) (24) 20,4%
Virðisrýrnun fjáreigna (12) (2) (10) 549,7% 7 (4) 12 ( 265,2% )
Heildargjöld (4.095) (3.844) (250) 6,5% (12.779) (11.807) (972) 8,2%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 245 254 (9) ( 3,4% ) 309 2.137 (1.828) ( 85,5% )
Tekjuskattur (38) (37) (1) 2,3% 48 (45) 93 ( 206,0% )

Hagnaður (tap)

208 217 (9) ( 4,3% ) 357 2.092 (1.736) ( 83,0% )

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Samsett hlutfall á þriðja ársfjórðungi var 96,2%

Samsett hlutfall TM á þriðja ársfjórðungi 2018 var nokkuð hærra en á sama tímabili á síðasta ári, eða 96,2% samanborið við 92,0% árið 2017. Endurskoðuð rekstrarspá félagsins, sbr. afkomuviðvörun þann 12. júlí sl., gerði ráð fyrir að samsett hlutfall á tímabilinu yrði 93%. Samsett hlutfall TM síðustu 12 mánuði er nú 102,5% og spár gera ráð fyrir að samsett hlutfall ársins 2018 verði um 104%.

Verri afkoma af vátryggingastarfsemi á fjórðungnum skýrist einkum af háu tjónshlutfalli í eignatryggingum og ökutækjatryggingum. Stórtjón vegna vatnsleka í byrjun september vegur þungt í tjónum fjórðungsins og ökutækjatjón eru mun hærri en á sama tíma í fyrra, sem má hvort tveggja rekja til umtalsverðrar hækkunar á meðaltjóni og neikvæðrar matsþróunar fyrri ára.

Eigin iðgjöld fyrstu níu mánuði ársins vaxa um 4,0% á milli ára á meðan eigin tjón hækka um 9,6%. Hagnaður TM fyrstu níu mánuði ársins er 357 m.kr. eftir skatta og framlegð af vátryggingastarfsemi var neikvæð um 596 m.kr.

Kostnaðarhlutfall félagsins á þriðja ársfjórðungi var 16,7% samanborið við 17,0% á sama tímabili 2017. Kostnaðarhlutfall síðustu 12 mánuði er 20,0% og gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutfall næstu 12 mánuði verði um 18%.

Ávöxtun fjárfestingaeigna 0,8% á þriðja ársfjórðungi

Fjárfestingatekjur námu 238 m.kr. á þriðja ársfjórðungi 2018 sem jafngildir 0,8% ávöxtun. Til samanburðar lækkaði markaðsvísitala Gamma um 0,9%. Ágætis afkoma var af óskráðum hlutabréfum sem og af skuldabréfum öðrum en ríkisskuldabréfum. Skráð hlutabréf og hlutabréfasjóðir skiluðu hins vegar lélegri afkomu annan ársfjórðunginn í röð en ávöxtunin var þó betri en hjá viðmiðunarvísitölum.

Fjárfestingatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 1.310 m.kr. sem jafngildir 4,7% ávöxtun. Til samanburðar hækkaði markaðsvísitala Gamma um 1,4% á tímabilinu. Ávöxtun hefur verið með ágætum í mörgum eignaflokkum en þrír eignaflokkar hafa dregið afkomuna niður, þ.e. skráð hlutabréf (-5,4%), önnur verðbréf (-0,4%) og ríkisskuldabréf (0,4%). Skráð hlutabréf hafa lækkað um 5,4% sem skýrist nær eingöngu vegna lækkana á Sýn og fasteignafélögum. Ef óbein staða TM í Marel í gegnum Eyri væri tekin með þá væri afkoma af skráðum hlutabréfum í járnum. Önnur verðbréf hafa lækkað aðallega vegna neikvæðrar afkomu af gíruðum hlutabréfasjóðum. Þá hafa ríkisskuldabréf aðeins skilað 0,4% ávöxtun sem skýrist af því að safnið hefur verið mjög óverðtryggt og líftími þess frekar langur. Á meðan hefur verðtrygging skuldabréfasafnsins verið í gegnum önnur skuldabréf þar sem ávöxtun hefur verið góð og umfram viðmið.

Lykiltölur þriðja ársfjórðungs 2018 voru eftirfarandi:

  3F 2018 3F 2017 9M 2018 9M 2017
Hagnaður á hlut (kr.) 0,31 0,32 0,53 3,09
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 6,6% 6,8% 3,6% 22,8%
Eiginfjárhlutfall 35,0% 37,4% 35,0% 37,4%
Handbært fé frá rekstri 645 646 1.290 1.065
Vátryggingastarfssemi        
Tjónshlutfall 79,5% 75,0% 85,1% 80,8%
Kostnaðarhlutfall 16,7% 17,0% 19,9% 20,2%
Samsett hlutfall 96,2% 92,0% 105,1% 101,0%
Rekstrarafkoma 309 472 (18) 433
Framlegð 157 323 (596) (112)
Fjárfestingar        

Ávöxtun fjáreigna

0,8% 0,1% 4,7% 10,4%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Rekstrarspá

Rekstrarspá fyrir árið 2018 hefur verið endurskoðuð og er gert ráð fyrir að hagnaður fyrir tekjuskatt verði 781 m.kr. og samsett hlutfall verði 104%. Spáin gerir svo ráð fyrir að samsett hlutfall fyrir næstu fjóra fjórðunga verði 96% og framlegð vátrygginga 612 m.kr., sem er umtalsverður viðsnúningur í afkomu vátrygginga. Því er spáð að afkoma fjárfestinga verði rúmir 2,5 ma.kr.

  4F 2018 1F 2019 2F 2019 3F 2019 Samtals S 2018 2017 ∆%
Eigin iðgjöld 3.934 3.974 4.083 4.290 16.281 15.667 14.985 682 5%
Fjárfestingatekjur 662 523 815 517 2.517 1.972 3.750 (1.778) ( 47% )
Aðrar tekjur 8 8 7 7 30 53 37 16 44%
Heildartekjur 4.604 4.506 4.905 4.814 18.829 17.692 18.771 (1.080) ( 6% )
Eigin tjón (3.142) (3.320) (3.084) (3.189) (12.735) (13.132) (11.873) (1.259) 11%
Rekstrarkostnaður (904) (891) (808) (750) (3.353) (3.559) (3.405) (154) 5%
Fjármagnsgjöld (43) (44) (44) (44) (175) (185) (162) (23) 14%
Virðisrýrnun útlána (43) (2) (2) (2) (48) (35) (126) 91 ( 72% )
Heildargjöld (4.132) (4.257) (3.938) (3.985) (16.312) (16.911) (15.565) (1.346) 9%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 472 249 967 829 2.517 781 3.207 (2.426) ( 76% )
                   

 

Vátryggingastarfssemi

4F 2018 1F 2019 2F 2019 3F 2019 Samtals S 2018 2017    
Tjónshlutfall 80% 84% 76% 74% 78% 84% 79%    
Kostnaðarhlutfall 20% 20% 17% 15% 18% 20% 20%    
Samsett hlutfall 100% 103% 93% 90% 96% 104% 99%    

Framlegð

Fjárfestingar

Ávöxtun fjáreigna

(0)

 

2,3%

(126)

 

1,8%

300

 

2,7%

439

 

1,7%

612

 

8,7%

(597)

 

7,1%

102

 

14,9%

   

Kynningarfundur kl. 08:30 föstudaginn 26. október

TM bauð til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi 2018 þann 26. október kl. 08:30. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnti Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svaraði spurningum.

Kynningarfundur

Fjárhagsdagatal

4. ársfjórðungur: 15. febrúar 2019.

Aðalfundur: 14. mars 2019.


Árshlutareikningur - 3. ársfjórðungur 2018

Fjárfestakynning