Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2019

Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna.

23. okt. 2019

Á stjórnarfundi þann 23. október 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM þriðja árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Árshlutareikningurinn var kannaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Tap TM á þriðja ársfjórðungi má að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi. Hagnaður varð af vátryggingastarfsemi og samsett hlutfall fjórðungsins 94,9%, en ávöxtun fjárfestingaeigna var hins vegar neikvæð um 1,1%. Það er ánægjulegt að sjá grunnreksturinn batna mikið milli ára og að vátryggingareksturinn sé farinn að skila jákvæðri framlegð. Fjárfestingatekjur eru mjög sveiflukenndar, eins og sést glöggt á því að félagið skilaði sinni bestu fjárfestingaafkomu frá skráningu á öðrum ársfjórðungi þessa árs, en neikvæðri ávöxtun á þeim þriðja.

Með kaupunum á Lykli fjármögnun, sem tilkynnt var um þann 10. október sl., skýtur félagið styrkari stoðum undir grunnrekstur samstæðunnar, áhættudreifing eykst og sveiflur í afkomu verða minni. Félagið áætlar að fyrirvörum um kaup á Lykli verði aflétt í lok ársins eða byrjun þess næsta og Lykill verði hluti af TM samstæðunni í framhaldinu.“

Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs 2019 voru eftirfarandi:

  3F 2019 3F 2018 ∆% 9M 2019 9M 2018 ∆%
Eigin iðgjöld 4.222 4.095 126 3,1%  12.028 11.733 294 2,5% 
Fjárfestingatekjur (337) 238 (575) - 2.098 1.310 788 60,2% 
Aðrar tekjur 7 6 0 5,7%  22 45 (23) ( 50,2% )
Heildartekjur 3.891 4.340 (449) ( 10,3% ) 14.148 13.088 1.060 8,1% 
Eigin tjón (3.369) (3.255) (114) 3,5%  (9.779) (9.990) 212 ( 2,1% )
Rekstrarkostnaður (729) (777) 49 ( 6,2% ) (2.499) (2.655) 156 ( 5,9% )
Fjármagnsgjöld (65) (50) (14) 28,8%  (180) (141) (39) 27,7% 
Virðisrýrnun fjáreigna (14) (12) (2) 18,0%  (80) 7 (87) -
Heildargjöld (4.177) (4.095) (82) 2,0%  (12.537) (12.779) 241 ( 1,9% )
Hagnaður fyrir tekjuskatt (286) 245 (531) - 1.610 309 1.301 -
Tekjuskattur 34 (38) 72 - (92) 48 (140) -
Hagnaður (tap) (251) 208 (459) - 1.518 357 1.162 -
                 
Fjárhæðir eru í milljónum króna.                

Samsett hlutfall á þriðja ársfjórðungi var 94,9%

Afkoma TM af vátryggingastarfsemi á þriðja ársfjórðungi 2019 var nokkuð betri en á sama tímabili fyrra árs og samsett hlutfall var 94,9% samanborið við 96,2%. Rekstrarspá félagsins gerði ráð fyrir að samsett hlutfall á tímabilinu yrði 97,9%. Samsett hlutfall TM síðustu 12 mánuði er 99,7% og spár gera ráð fyrir að samsett hlutfall ársins 2019 verði um 99%.

Afkoma af eignatryggingum, ökutækjatryggingum og ábyrgðartryggingum batnar á fjórðungnum samanborið við síðasta ár, en sjúkra- og slysatryggingar og sjótryggingar þróast hins vegar til verri vegar. Eigin iðgjöld vaxa um 3,1% milli ára á meðan eigin tjón hækka um 3,5%. Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 m.kr. eftir skatta, samanborið við hagnað upp á 208 m.kr. á sama tímabili 2018, og framlegð af vátryggingastarfsemi var jákvæð um 217 m.kr.

Kostnaðarhlutfall félagsins á þriðja ársfjórðungi var 15,1% samanborið við 16,7% á sama tímabili 2018. Kostnaðarhlutfall síðustu 12 mánuði er 18,7% og gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutfall næstu 12 mánuði verði um 18%.

Tap af fjárfestingum á fjórðungnum

Tap af fjárfestingum nam 337 m.kr. á þriðja ársfjórðungi sem jafngildir 1,1% neikvæðri ávöxtun. Tap af fjárfestingum er heldur meira en tilkynnt var með afkomuviðvörun að morgni 30. september sl., en þá var áætlað að tapið myndi nema 225-275 m.kr. Meira tap skýrist hvoru tveggja af lækkunum á markaði þann 30. september og óbeinu tapi í gegnum sjóði vegna vandræða Gamma Novus.

Þessi slaki fjórðungur í fjárfestingum er fyrst og fremst tilkominn vegna niðurfærslu á fasteignasjóðnum Gamma Novus um 311 m.kr. og vegna taps af skráðum hlutabréfum. Þannig var ávöxtun skráðra hlutabréfa neikvæð um 5,6% á tímabilinu en til samanburðar lækkaði hlutabréfavísitala Gamma um 5,7% á sama tíma.

Fjárfestingatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins nema 2.098 m.kr. sem jafngildir 7,2% ávöxtun fjárfestingaeigna. Spá fyrir fjórða ársfjórðung gerir ráð fyrir að fjárfestingatekjur nemi 389 m.kr. og að árið 2019 endi þá í 2.487 m.kr. sem jafngildir 8,5% ávöxtun. Spá fyrir fjárfestingatekjur á fjórða ársfjórðungi hefur lækkað frá fyrri spá og skýrist það bæði af þróun innlendra verðbréfamarkaða það sem af er fjórðungnum en einnig af varfærni varðandi þróun ávöxtunar annarra eigna.

Lykiltölur þriðja ársfjórðungs 2019 voru eftirfarandi:

  3F 2019 3F 2018 9M 2019 9M 2018
Hagnaður á hlut (kr.) (0,37) 0,31 2,24 0,53
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) (6,9% ) 6,6% 15,1% 3,6%
Eiginfjárhlutfall 35,6% 35,0% 35,6% 35,0%
Handbært fé frá rekstri 633 645 2.478 1.290
Vátryggingastarfssemi        
Tjónshlutfall 79,8% 79,5% 81,3% 85,1%
Kostnaðarhlutfall 15,1% 16,7% 18,2% 19,9%
Samsett hlutfall 94,9% 96,2% 99,5% 105,1%
Rekstrarafkoma 347 309 541 (18)
Framlegð 217 157 57 (596)
Fjárfestingar        
Ávöxtun fjáreigna (1,1% ) 0,8% 7,2% 4,7%
         
Fjárhæðir eru í milljónum króna        

Rekstrarspá

Rekstrarspá félagsins gerir ráð fyrir að hagnaður ársins fyrir tekjuskatt verði 1.948 m.kr. og samsett hlutfall verði um 99%. Næstu fjóra fjórðunga gerir spáin ráð fyrir að samsett hlutfall verði um 96%, framlegð vátrygginga 631 m.kr. og ávöxtun fjáreigna 6,6%.

  4F 2019 1F 2020 2F 2020 3F 2020 Samtals S 2019 2018 ∆%
Eigin iðgjöld 4.034 4.076 4.242 4.458 16.811 16.062 15.648 414 3% 
Fjárfestingar og aðrar tekjur 396 519 669 515 2.100 2.517 1.868 649 35% 
Heildartekjur 4.431 4.595 4.912 4.974 18.911 18.578 17.516 1.062 6% 
Eigin tjón (3.135) (3.455) (3.219) (3.297) (13.106) (12.914) (13.136) 222 ( 2% )
Rekstur og annar kostnaður (966) (936) (953) (897) (3.751) (3.716) (3.680) (37) 1% 
Heildargjöld (4.101) (4.391) (4.171) (4.194) (16.857) (16.630) (16.816) 186 ( 1% )
Hagnaður fyrir tekjuskatt 329 204 740 780 2.054 1.948 700 1.248 178% 

 

  4F 2019 1F 2020 2F 2020 3F 2020 Samtals S 2019 2018
Vátryggingastarfssemi              
Tjónshlutfall 78% 85% 76% 74% 78% 80% 84%
Kostnaðarhlutfall 19% 16% 19% 16% 18% 18% 20%
Samsett hlutfall 97% 104% 94% 90% 96% 99% 104%
Framlegð 115 (149) 233 432 631 171 (609)
Fjárfestingar              
Ávöxtun fjáreigna 1,2% 1,6% 2,1% 1,5% 6,6% 8,5% 6,6%
               
Fjárhæðir eru í milljónum króna.              

Kynningarfundur kl. 16:15 miðvikudaginn 23. október.

TM bauð til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi þann 23. október  kl. 16:15. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnti Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svaraði spurningum.

Kynningarfundur - uppgjör 3. ársfjórðungs 2019

Fjárhagsdagatal 2019.

4. ársfjórðungur:  13. febrúar 2020.

Aðalfundur 2020: 12. mars 2020.


Árshlutareikningur - 3. ársfjórðungur 2019
Fjárfestakynning