Upplýsingar vegna brunans hjá Geymslum ehf. í Miðhrauni

9. apr. 2018

TM vill vekja athygli á því að aðilar sem voru með lausafé hjá Geymslum ehf. að Miðhrauni 4 í Garðabæ og eru með Heimatryggingu hjá TM, geta átt rétt á bótum sem nemur allt að 15% af vátryggingarverðmæti innbúsins. Þetta á við það lausafé sem geymt er um stundarsakir utan heimilis, þó ekki lengur en 12 mánuði.

Við bendum viðskiptavinum okkar á að hægt er að tilkynna tjónið hér á vefnum. Gefa þarf eins nákvæma lýsingu og hægt er á þeim munum sem voru í geymslunni ásamt áætluðu verðmæti.

Einnig óskast afrit af leigusamningi. Við munum reyna að afgreiða málin eins fljótt og mögulegt er. Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir, vinsamlega hafðu samband við okkur í síma 515-2000 eða í netspjalli TM. Einnig er hægt að senda tölvupóst á innbustjon@tm.is.