Vátryggingastofn TM hf. flyst til TM trygginga hf.

30. des. 2020

Þann 1. janúar 2021 fluttist vátryggingastofn TM hf. til dótturfélagsins TM trygginga hf. Við flutning stofnsins yfirtóku TM tryggingar hf. öll réttindi og skyldur sem stofninum fylgja, m.a. gagnvart viðskiptavinum, vátryggðum og tjónþolum, og allir vátryggingarsamningar halda sjálfkrafa gildi við flutninginn. 

Þá taka TM tryggingar hf. sömuleiðis við réttindum og skyldum samkvæmt samningum við umboð, viðgerðaraðila, verktaka og aðra þjónustuveitendur í tengslum við vátryggingastarfsemi. 

Með öðrum orðum hefur flutningur stofnsins engin áhrif á viðskiptavini félagsins eða samstarfsaðila og þeir þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir vegna hans. 

Flutningur vátryggingastofnsins er liður í fyrirhugaðri sameiningu TM hf. og Kviku banka hf., þar sem vátryggingastarfsemi samstæðunnar er færð í sérstakt dótturfélag, TM tryggingar hf.