Þjónusta við fiskeldisfyrirtæki

Á undanförnum árum hefur átt sér stað jákvæð og eftirtektaverð þróun í fiskeldi á Íslandi. Seiðaframleiðsla hefur tekið stórfelldum farmförum frá því sem áður var. Eru íslensk seiði nú í háum gæðaflokki og ber þar að þakka öflugum rannsóknum og vísindalegum vinnubrögðum auk þrautsegju og þolinmæði. Vel menntað fólk ásamt reynslumiklum aðilum og öflugum fyrirtækjum, íslenskum og erlendum byggja nú upp íslenskt fiskeldi. Í þessari uppbyggingu skipta vel útfærðar rannsóknir lífræðilegar og umhverfislegar auk vandaðra rekstrarlegar athugana höfuðmáli. Til að mæta vaxandi  þörfum fiskeldisfyrirtækja á Íslandi fyrir vátryggingavernd hefur TM frá árinu 2010  selt og boðið  ráðgjöf á sviði fiskeldistrygging og mun þannig taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu, sem er að eiga sér stað í fiskeldi hér á landi.

Þjónusta og þekking 

 Hjá TM er starfsfólk,sem hefur áratuga reynslu á sviði fiskeldistrygginga auk menntunar á sviði fiskeldis. Árið 2010 gerði TM samstarfssamning við Sunderland Marine sem er einn stærsti tryggjandi fiskeldis í heiminum. Með því samstarfi ,sem og við dótturfélag þess, Aquaculture Risk Management, er tryggt að TM getur á hverjum tíma boðið upp á fyrstaflokks þjónustu og ráðgjöf varaðndi vátryggingar fyrir fiskeldi.

Starfandi er innan TM sérstakt teymi starfsmanna, sem mun annast fiskeldistyggingar og er ávallt hægt að hafa samband við þá til skrafs og ráðagerða.

Umsókn um fiskeldistryggingu.

Þegar sótt er um fiskeldistryggingu þarf að fylla út sérstakt umsóknareyðublað með ýmsum upplýsingum um reksturinn og eldið.

Með umsókninni þurfa að vera fylgigögn s.s. eldisáætlun, teikningar og lýsing á viðkomandi eldisstöð, vottorð um heilbrigði stofns, efnagreiningu eldisvatns o.fl.

Sérfræðingar TM mun svo heimsækja viðkomandi eldisstöð og gera á henni úttekt í fylgd með forráðmönnum stöðvarinnar.