Ökutæki fyrir atvinnurekstur

Hjá TM geta fyrirtæki fengið víðtækar tryggingar á öll skráningarskyld ökutæki s.s. fólksbíla, jeppa, sendibíla, vörubíla og tengivagna, sem samkvæmt umferðarlögum er skylt að tryggja. Að auki geta fyrirtæki notið viðbótartrygginga á borð við kaskótrygginga og bílrúðutrygginga. Miklir fjármunir geta verið bundnir í atvinnutækjum og því er mikilvægt að þau séu öll vel tryggð ef áföll verða.   


Skyldutrygging ökutækis

Skyldutryggingu verður hver skráningarskyldur bíll að hafa samkvæmt lögum og samanstendur sú trygging af ábyrgðar- og slysatryggingu ökumanns og eigenda. Skyldutryggingin bætir allt það tjón sem verður af völdum ökutækisins. Þá bætir hún einnig það slys sem ökumaður verður fyrir við stjórn bílsins eða sem farþegi í eigin bíl.

Meira

Bílrúðutrygging

Bílrúðutrygging bætir bílrúður ef þær brotna ásamt ísetningarkostnaði. Það telst ekki brot þó flísist úr rúðu eða hún rispist.

Meira

Kaskótrygging

Kaskótrygging sér um að bæta skemmdir á eigin bifreið og aukahlutum komi til tjóns.
Þú velur sjálfur eigin áhættu og greiðir síðan þá fjárhæð ef til tjóns kemur.

Meira

Hálfkaskótrygging

Hálfkaskó er ódýrari trygging með þrengra bótasvið en kaskótrygging. Tryggingin er aðallega hugsuð fyrir bifreiða- og dráttarvélaeigendur sem aka ekki mikið í þéttbýli þar sem umferð er meiri.

Meira

Bílaábyrgð TM

Bílaábyrgð TM er vátrygging sem bætir viðgerðarkostnað sem rekja má til galla á framleiðslu og við samsetningu bifreiða. Hægt er að tryggja bæði nýja og notaða bíla. Bílaábyrgð á sérstaklega við þegar ábyrgð framleiðenda bílsins gildir ekki, svo sem ef bifreið er flutt til landsins frá Bandaríkjunum eða ábyrgð takmarkast við stuttan tíma.

Meira

Gott að vita