Sprotafyrirtæki

Miklu máli skiptir að sprotafyrirtæki hugi vel að tryggingum þar sem þau eru rétt að hefja starfsemi og því sérstaklega viðkvæm fyrir áföllum.

Sprotafyrirtæki hafa mismunandi þarfir eftir eðli starfsemi þeirra og umfangs.  

TM býður upp á fjölbreytt úrval vátrygginga sem sniðin er að þörfum hvers og eins. 

Skipta má vátryggingarþörf þeirra í grunnvernd og viðbótarvernd. Grunnvernd er í megindráttum sú sama fyrir öll sprotafyrirtæki en viðbótarvernd tekur mið af þörfum hvers og eins.


Grunnvernd

Brunatrygging lausafjár

Brunatrygging lausafjár bætir tjón á lausafé af völdum bruna, vatns og innbrots. Lesa meira

Rekstrarstöðvunartrygging

Rekstrarstöðvunartrygging greiðir bætur vegna samdráttar í vörusölu af völdum bruna-, vatns og innbrotstjóns. Lesa meira

Aukakostnaðartrygging

Vátryggingin greiðir aukakostnað sem vátryggður verður fyrir ef atvinnuhúsnæði hans verður ekki notað sökum bótaskylds tjóns í bruna-, innbrots- eða vatnstjónstryggingu.

Slysatrygging launþega

Samkvæmt kjarasamningum ber vinnuveitanda að slysatryggja starfsmenn sína. Nokkuð misjafnt er eftir stéttafélögum hvernig þessari tryggingu er háttað en almennt er um að ræða dánar- og örorkubætur og oft dagpeninga. Trygging þessi gildir ýmist í vinnu og á milli vinnustaðar og heimilis, eða allan sólarhringinn.

Lesa meira

Ábyrgðartrygging fyrir atvinnurekstur

Fyrirtæki er tryggt gegn skaðabótakröfum vegna tjóna af völdum starfsemi og/eða starfsmanna þess. Vátryggingin greiðir jafnframt bætur vegna tjóns af völdum galla í framleiðsluvörum þeirra.

Lesa meira

Viðbótarvernd

Skyldutrygging ökutækis

Skyldutryggingu verður hver skráningarskyldur bíll að hafa samkvæmt lögum og samanstendur sú trygging af ábyrgðar- og slysatryggingu ökumanns og eigenda. Skyldutryggingin bætir allt það tjón sem verður af völdum ökutækisins. Þá bætir hún einnig það slys sem ökumaður verður fyrir við stjórn bílsins eða sem farþegi í eigin bíl.

Lesa meira

Kaskótrygging

Kaskótrygging sér um að bæta skemmdir á eigin bifreið og aukahlutum komi til tjóns.
Þú velur sjálfur eigin áhættu og greiðir síðan þá fjárhæð ef til tjóns kemur.

Lesa meira

Brunatrygging húseigna

Brunatrygging er lögbundin trygging sem bætir tjón á húsnæði vegna eldsvoða. Vátryggingarfjárhæð er í samræmi við brunabótamat hússins sem unnið er af Fasteignamati ríkisins.

Lesa meira

Húseigendatrygging

Húseigendatrygging er samsett tryggingarvernd tíu tryggingarþátta og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni sjálfri annarra en brunatjóna.

Lesa meira

Kæli- og frystivörutrygging

Bætir tjón á lausafé af völdum skyndilegrar bilunar í kælibúnaði.  Viðbótartrygging við brunatryggingu lausafjár.

Brunatrygging birgða

Samsvarandi trygging og brunatrygging lausafjár.  Kjörin lausn fyrir fyrirtæki þar sem verðmæti birgða sveiflast milli mánaða.

Sjúkra- og slysatryggingar

Greiðir örorkubætur og dagpeninga af völdum slysa og veikinda.  Hægt er að velja vátryggingarfjárhæðir eftir þörfum hvers og eins.

Farmtryggingar

Tryggir vörur í flutningi gegn hvers kyns tjóni, m.a. vegna meðhöndlunar farmflytjenda.  Hægt er að velja um mismunandi víðtæka skilmála eftir þörfum fyrirtækja og eðli vörunnar.

Skaðsemisábyrgð

Skaðsemisábyrgðartrygging er innifalin að takmörkuðu leyti í ábyrgðartryggingu fyrir atvinnurekstur hjá TM en hún er mikilvæg öllum þeim sem selja, dreifa og/eða framleiða hverskonar vöru.  

Lesa meira

Skaðatrygging á lausafé

Skaðatrygging á lausafé er víðtæk eignatrygging sem tekin er á einstaka dýra muni svo sem tölvur, myndavélar, mælitæki og önnur dýr tæki sem ekki eru að staðaldri á sama vátryggingarstað. Lesa meira

Kaskótrygging vinnuvéla

Vátryggingin greiðir bætur vegna tjóns á vinnuvél af völdum skyndilegra og óvæntra atvika.  Auk þess eru bætt tjón af völdum flutnings vinnuvélar.

Vélatrygging

Vélatrygging nær til beinna tjóna vegna skyndilegrar vélarbilunar á vélum, meðal annars af völdum vinnsluóhapps/rekstraróhapps, mistaka starfsmanna, efnis- eða steypugalla. Tryggingin bætir ekki rekstrartjón eða annað óbeint tjón.

Rafeindatækjatrygging

Rafeindatækjatrygging nær til tækja og búnaðar svo sem tölva og tölvukerfa, stjórnborða, voga og símakerfa. Hún tekur til beinna skemmda vegna skyndilegra bilana sem stafa meðal annars af völdum vinnsluóhapps/rekstraróhapps, mistaka starfsmanna, efnis- eða steypugalla. Tryggingin bætir ekki rekstrartjón eða annað óbeint tjón.