Aïoli-sósa (hvítlaukssósa með ab-mjólk )

400 g soðnar skrældar kartöflur
4 stk. hvítlauksgeirar fínt saxaðir
100 g soð af kartöflum
100 g olía (repjuolía)
400 g ab-mjólk
4 msk. dijon-sinnep
salt og pipar

Notumst við matvinnsluvél. Sinnep og hvítlaukur sett í skálina, þá kartöflurnar (mjög áríðandi að þær séu sjóðandi heitar þegar þær eru settar í, annars verða þær seigar). Maukað saman og síðan er afgangurinn settur í skálina og smakkað til.