Asísk marínering

5 stk. hvítlauksrif, söxuð
50 g engifer, fínt skorið
1 stk. rautt chili, kjarnhreinsað fínt saxað
½ dl sojasósa
1 dl ristuð sesamolía
½ dl limesafi

Allt nema limesafinn er hitað að suðu, maukað með töfrasprota og kælt. Limesafanum bætt út í. Hráefnið, kjöt, fiskur eða grænmeti, er skorið í þær steikur og stærðir sem við á. Lagt í maríneringuna í 2-6 klst., allt eftir stærð bitanna. Athugið að salta ekki maríneringar, saltið dregur vökvann úr hráefninu og það verður þurrara fyrir vikið. Salta skal þegar hráefnið er eldað.

Ef elda á heilan kjúkling þarf að pensla hann meðan á eldun stendur og passa að sjálfsögðu að kjarnhiti nái 75°C.