Ástarsamband bóndans og brauðvélarinnar

Uppskriftin miðast við 10 manns

2 msk. olía

2 dl heitt vatn 40°C
2 dl volg mjólk
1 box (65 ml) LGG+ blár eða grænn (má líka nota súrmjólk, jógúrt eða ab-mjólk)
1 hnefi ómöluð fjallagrös
2 dl byggmjöl
1 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ (mega vera hörfræ eða blanda)
4 dl hveiti
2 dl heilhveiti
1 dl rúgmjöl
1 dl haframjöl
1 dl rúsínur
2 tsk.salt
1 msk. kúmen eða ½ af kanil
3 tsk.þurrger
bæta má við 1 dl af Morgun-bygggrautnum 

Efnin eru sett í brauðvélina að kvöldi, í sömu röð og þau eru talin upp, þannig að fjallagrösin, byggmjölið og kornið liggi í vökvanum yfir nóttina.

Bökunarstilling: Heilkornabrauð-dökkt.

Ilmurinn af bústnu, bragðgóðu og hollu brauðinu mun vekja þig að morgni.

Verði þér að góðu.

Ef brauðvél er ekki til reiðu notum við hefðbundna hrærivél með hnoðkróki. Öllu blandað saman í hrærivélarskálinni nema vatni og mjólk sem kemur út í síðast og hellist rólega saman við þar til deigið er orðið passlega klístrað til að gott sé að meðhöndla það. Deigið er látið hefa sig þar til það hefur tvöfaldað rúmmál sitt. Þá er því skipt í tvo helminga og hnoðað í kúlubrauð eða passlega langt formbrauð og látið hefast í annað sinn, síðan stungið inn í ofn á 170°C í 40-50 mínútur.