Ávaxta-cobbler

Uppskriftin miðast við 10 manns

Ávextirnir:
3 stk. apríkósur (steinninn tekinn úr) skornar í
sneiðar
2 stk. perur skrældar og skornar í þykkar sneiðar
1 stk. epli skrælt og rifið niður
250 g frosin bláber
500 g frosin berjablanda
6 msk. hrásykur
Smá balsamedik

Deigið ofan á:
300 g smjör
200 g hveiti
45 g hrásykur
salt
150 ml mjólk

Ofninn hitaður í 190°C. Ávextirnir settir í pott með sykri og balsamediki.

Hitað þangað til safinn er farinn að renna úr ávöxtunum, þá sett í eldfast mót.

Köldu smjörinu nuddað saman við hveitið þangað til þetta lítur út eins og fínn brauðraspur. Bætt við sykri og salti, hrært vel og mjólkinni bætt við. Sett yfir heita ávextina hér og þar svo deigið taki til sín safann, síðan bakað í 30 mínútur eða svo.