Baka með sætum kartöflum og graskeri

Uppskriftin er fyrir 10 manns

600 g grasker (butternut) skrælt og skorið í teninga
1 kg sætar kartöflur skrældar og skornar í teninga
200 g laukur (u.þ.b. 2 stk.) skorinn í sneiðar
3 stk. hvítlauksrif, söxuð
400 ml kókosmjólk (1 dós)
salt
svartur pipar
vatn
tímían
1 bt. steinselja, söxuð
5 stk. egg
1-2 bl. smjördeig af þykkustu gerð

Laukurinn er léttsteiktur í potti ásamt pipar, tímían og hvítlauk.

Sætum kartöflum og graskeri er bætt út í.

Smávatn er sett í pottinn ásamt kókosmjólkinni. Látið malla við miðlungshita þar til kartöflurnar eru mjúkar. Tekið af hita og látið kólna eilítið.

Kryddað til með salti og pipar.

Smjördeigið er flatt út þannig að brúnirnar skarist vel og þeki 28 cm smelluform.

Steinselju og eggjum er hrært út í graskersblönduna og öllu hellt í formið.

Bakað við 150°C í 30-40 mínútur eða þar til bakan er stíf.

Þessa böku má krydda allavega; engifer, túrmerik, karrí, hunang… Einnig má skipta hráefni út, setja t.d. gulrætur eingöngu eða brokkólí. Það er um að gera að nýta hugarflugið og taka til í kælinum í svona rétti.