Baunasalsa með byggi

Uppskriftin er fyrir 10 manns

150 g soðnar baunir
150 g soðið bygg
2 stk. tómatar skornir í litla bita
1 stk. agúrka skorin í litla bita
1 stk. rauðlaukur saxaður
2 stk. hvítlauksgeirar saxaðir
1 bt. ítölsk steinselja söxuð
½ bt. kóríander saxað
1 cm engifer saxað að vild
ólífuolía eftir smekk
salt og pipar
appelsínudjús eða tómatsafi
sítrónusafi eða milt edik

Öllu blandað saman og smakkað til. Best ef þetta er gert daginn áður og smakkað aftur til rétt áður en það er borið fram.

Bygg er stórskemmtilegur grunnur í köld salöt. Það þrefaldar sig í suðu og á að vera mjúkt undir tönn þegar fulleldað. Gott er að hafa helminginn bygg og hinn helminginn grænmeti sem gott er að borða hrátt, t.d. rifnar gulrætur, gúrkur eða tómata. Búa svo til dressingu sem inniheldur olíu og ávaxtasafa til helminga og krydda með því sem við á hverju sinni. Þetta er prýðismeðlæti með kjöti og fiski.