Baunir með ananas og jarðhnetum

Uppskriftin er fyrir 10 manns

500 g kjúklingabaunir lagðar í bleyti yfir nótt og svo soðnar
2 stk. laukar skornir í sneiðar
1 tsk. tímían eða nokkrir ferskir kvistir
1 tsk.túrmerik
4 stk. hvítlauksrif söxuð eða marin
1 stk. ferskt chili eða duft eftir smekk
4 cm engifer rifið
4 dl ananassafi hreinn
400 ml kókosmjólk
100 g hnetusmjör
2 stk. paprikur skornar í strimla
1 stk. ananas skorinn í bita
salt og pipar
olía

Baunirnar eru soðnar fyrst.

Laukurinn er svitaður í potti ásamt tímían, hvítlauk, chili og engifer.

Þegar laukurinn er orðinn glær er ananassafanum bætt út í og hann soðinn niður til helminga, þá er kókosmjólk og hnetusmjöri hrært út í.

Ananas og papriku er bætt út í sósuna og smávatni ef þurfa þykir.

Baununum hellt út í, soðið upp og smakkað til með salti og pipar.

Má skreyta, t.d. með steinselju.

Þessari uppskrift má breyta á alla vegu, t.d. má nota kóríanderfræ og ferskt kóríander eða bæta fersku basil og dijonsinnepi í.