Bláberjamúffur – sunnudagsnammi

15.9.2014

300 g speltmjöl eða blanda saman hveiti og heilhveiti
2 tsk. lyftiduft
¼ tsk. vanilluduft
100 ml ab- eða sojamjólk
250 g sykurlaus bláberjasulta
1 dl ólífuolía
2 stk. egg

Þurrefnunum blandað saman í skál. Ab-mjólk, sulta og ólífuolía sett í blandara og þeytt saman. Síðan hellt yfir þurrefnin og deigið blandað. Eggin þeytt mjög vel og þeim blandað að lokum varlega saman við deigið.

Múffuform smurt, bakað við 180°C í um 25 mínútur.